Vilja opna umræðuna um blettaskalla Erla Hlynsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 18:52 Þuríður Helga Jónasdóttir hefur verið með blettaskalla, eða óútskýrðan hármissi, í átján ár. Hún hefur lært að lifa með sjúkdómnum og opnaði nýverið vefsíðu, ásamt annarri konu, til að opna umræðuna. Þuríður Helga segist hafa fengið áfall þegar hún byrjaði fyrst að missa hárið. Hún var þá um þrítugt og hafði alltaf verið með sítt rautt hár. Hún segist hafa verið í hálfgerðri afneitun þegar skallablettir byrjuðu að myndast. „Svo þegar baðvaskurinn stíflaðist og baðkarið stíflaðist þá hugsaði ég með mér: Jæja, ég nenni þessu ekki lengur. Ég fór fyrst og lét klippa mig alveg stutt og svo sá ég að þa hafði ekkert að segja, það hafði ekkert að segja, hárið hélt áfram að detta af mér. Ég fékk svo vinkonu mína til að krúnuraka mig. Mér leið ekki vel þannig og gekk alltaf með húfu, ég lét sumsé ekki sjá mig úti sköllótta," segir hún. Þuríður komst nýverið í kynni við aðra konu með blettaskalla ákváðu þær að opna vefsíðu, sem nálgast má með því að smella hér. „Við vissum báðar og fundum að það vantaði vettvang fyrir fólk með þennan sjúkdóm, líka bara stuðningsnef og upplýsingar." Ekki er vitað hversu margir þjást af blettaskalla. „Nei, það eru engar tölur til um þetta. Kannski líka vegna þess að sjúkdómurinn er þess eðlis að sumir fá þetta kannski í stuttan tíma og læknast og finna aldrei fyrir því aftur. Sá þáttur sem talinn er sameiginlegur með öllum er að þetta orsakist í kjölfarið á álagi." Þuríður er nokkuð vel hærð í dag en mest ber á blettaskallanum á hnakkanum þar sem sums staðar er ekkert hár. „Ég bara lifi með þessu núna og er ánægð núna því maður getur aðeins fiktað í því. En mér þykir mjög líklegt að það muni detta af mér," segir hún.Nánari umfjöllun má sjá í meðfylgjandi myndskeiði hér að ofan. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Þuríður Helga Jónasdóttir hefur verið með blettaskalla, eða óútskýrðan hármissi, í átján ár. Hún hefur lært að lifa með sjúkdómnum og opnaði nýverið vefsíðu, ásamt annarri konu, til að opna umræðuna. Þuríður Helga segist hafa fengið áfall þegar hún byrjaði fyrst að missa hárið. Hún var þá um þrítugt og hafði alltaf verið með sítt rautt hár. Hún segist hafa verið í hálfgerðri afneitun þegar skallablettir byrjuðu að myndast. „Svo þegar baðvaskurinn stíflaðist og baðkarið stíflaðist þá hugsaði ég með mér: Jæja, ég nenni þessu ekki lengur. Ég fór fyrst og lét klippa mig alveg stutt og svo sá ég að þa hafði ekkert að segja, það hafði ekkert að segja, hárið hélt áfram að detta af mér. Ég fékk svo vinkonu mína til að krúnuraka mig. Mér leið ekki vel þannig og gekk alltaf með húfu, ég lét sumsé ekki sjá mig úti sköllótta," segir hún. Þuríður komst nýverið í kynni við aðra konu með blettaskalla ákváðu þær að opna vefsíðu, sem nálgast má með því að smella hér. „Við vissum báðar og fundum að það vantaði vettvang fyrir fólk með þennan sjúkdóm, líka bara stuðningsnef og upplýsingar." Ekki er vitað hversu margir þjást af blettaskalla. „Nei, það eru engar tölur til um þetta. Kannski líka vegna þess að sjúkdómurinn er þess eðlis að sumir fá þetta kannski í stuttan tíma og læknast og finna aldrei fyrir því aftur. Sá þáttur sem talinn er sameiginlegur með öllum er að þetta orsakist í kjölfarið á álagi." Þuríður er nokkuð vel hærð í dag en mest ber á blettaskallanum á hnakkanum þar sem sums staðar er ekkert hár. „Ég bara lifi með þessu núna og er ánægð núna því maður getur aðeins fiktað í því. En mér þykir mjög líklegt að það muni detta af mér," segir hún.Nánari umfjöllun má sjá í meðfylgjandi myndskeiði hér að ofan.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira