"Mannlífið heldur áfram – markaðir eru opnir og börn ganga í skóla“ 12. janúar 2012 06:00 Hundruð þúsunda barna á Haítí hafa fengið tækifæri til að halda áfram skólagöngu sinni fyrir tilstilli hjálparsamtaka eins og UNICEF. Mynd/Sigríður víðis Jónsdóttir Tvö ár eru liðin frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí og kostaði á þriðja hundrað þúsund mannslífa. Uppbyggingarstarfið hefur gengið hægt en UNICEF segir mikil tækifæri til langtímaþróunar samfélagsins. Í dag eru tvö ár liðin frá því að geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí, en talið er að hátt í 300 þúsund manns hafi látist af völdum hans, auk þess sem eignatjón var gríðarlegt og 1,6 milljónir manna misstu heimili sín. Íbúar Haítí eru um 10 milljónir. Síðan þá hafa hjálparstofnanir og alþjóðasamtök aðstoðað við endurreisn og umbætur samfélagsins, en Haítí var jafnvel fyrir hamfarirnar fátækasta land á vesturhveli jarðar. Sem stendur hefst rúmlega hálf milljón manna enn við í neyðarskýlum víða um höfuðborgina Port-au-Prince og illdeilur á stjórnmálasviðinu, milli forseta og þings, hafa tafið nauðsynleg verkefni, líkt og uppbyggingu íbúðarhúsa og atvinnulífs. Þá gekk þar illvígur kólerufaraldur í fyrra, sem hefur sýkt um 500 þúsund manns og kostað sjö þúsund lífið. Þó hefur mikið unnist á þessum tíma þar sem skólastofur hafa verið reistar fyrir tugi þúsunda barna og milljónir rúmmetra af húsarústum hafa verið fjarlægðar. Sigríður Víðis Jónsdóttir, starfsmaður UNICEF á Íslandi, tekur í svipaðan streng en hún fór til Haítí í október síðastliðnum. „Mannlífið heldur áfram - markaðir eru opnir og börn ganga í skóla. Það eru þess vegna einkennilegar andstæður á milli borgarinnar sem er enn í sárum eftir skjálftann og svo iðandi mannlífsins.“ Hún segir neyðina í tjaldbúðunum þó enn mikla. „Þetta er einmitt fólkið sem er berskjaldaðast, fátækast og það fólk sem bjó áður við illan kost.“ Sigríður segir starf UNICEF, sem er meðal annars fjármagnað með framlögum heimsforeldra á Íslandi, sé á mörgum sviðum. Þau hafi komið börnum í skóla, jafnvel þeim sem ekki höfðu áður tækifæri til að setjast á skólabekk, unnið gegn vannæringu og vatnsskorti og síðast en ekki síst unnið að barnavernd. „Á því sviði höfum við unnið mikið og gott starf, í samstarfi við stjórnvöld, til dæmis við að kortleggja barnaheimili og munaðarleysingjahæli landsins og hinn mikla fjölda barna sem var á sínum tíma sendur burt í vist vegna fátæktar heima við.“ Þrátt fyrir óstöðugleika í stjórnmálalífi landsins segir Sigríður að náin samvinna við stjórnvöld sé lykilatriði. „Við látum slíkt ekki hafa of mikil áhrif á starfið. Samvinna er eina leiðin þegar hugsað er til lengri tíma. Nú er neyðaraðstoð að miklu leyti lokið en við megum ekki stoppa. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að vinna frekar að langtímaaðstoð og þróunarsamvinnu.“ Sigríður segir að þrátt fyrir hörmungarnar sem riðu yfir Haítí sé nú tækifæri til að færa þjóðina áfram. „Vegna hamfaranna kom fjármagn inn í landið og nú er möguleiki á að laga hlutina almennilega til langs tíma. Sérstaklega málefni barna sem voru í lamasessi. UNICEF vill skila bjartri framtíð fyrir þessi hundruð þúsunda barna og nú er tækifærið.“ Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí og kostaði á þriðja hundrað þúsund mannslífa. Uppbyggingarstarfið hefur gengið hægt en UNICEF segir mikil tækifæri til langtímaþróunar samfélagsins. Í dag eru tvö ár liðin frá því að geysiöflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí, en talið er að hátt í 300 þúsund manns hafi látist af völdum hans, auk þess sem eignatjón var gríðarlegt og 1,6 milljónir manna misstu heimili sín. Íbúar Haítí eru um 10 milljónir. Síðan þá hafa hjálparstofnanir og alþjóðasamtök aðstoðað við endurreisn og umbætur samfélagsins, en Haítí var jafnvel fyrir hamfarirnar fátækasta land á vesturhveli jarðar. Sem stendur hefst rúmlega hálf milljón manna enn við í neyðarskýlum víða um höfuðborgina Port-au-Prince og illdeilur á stjórnmálasviðinu, milli forseta og þings, hafa tafið nauðsynleg verkefni, líkt og uppbyggingu íbúðarhúsa og atvinnulífs. Þá gekk þar illvígur kólerufaraldur í fyrra, sem hefur sýkt um 500 þúsund manns og kostað sjö þúsund lífið. Þó hefur mikið unnist á þessum tíma þar sem skólastofur hafa verið reistar fyrir tugi þúsunda barna og milljónir rúmmetra af húsarústum hafa verið fjarlægðar. Sigríður Víðis Jónsdóttir, starfsmaður UNICEF á Íslandi, tekur í svipaðan streng en hún fór til Haítí í október síðastliðnum. „Mannlífið heldur áfram - markaðir eru opnir og börn ganga í skóla. Það eru þess vegna einkennilegar andstæður á milli borgarinnar sem er enn í sárum eftir skjálftann og svo iðandi mannlífsins.“ Hún segir neyðina í tjaldbúðunum þó enn mikla. „Þetta er einmitt fólkið sem er berskjaldaðast, fátækast og það fólk sem bjó áður við illan kost.“ Sigríður segir starf UNICEF, sem er meðal annars fjármagnað með framlögum heimsforeldra á Íslandi, sé á mörgum sviðum. Þau hafi komið börnum í skóla, jafnvel þeim sem ekki höfðu áður tækifæri til að setjast á skólabekk, unnið gegn vannæringu og vatnsskorti og síðast en ekki síst unnið að barnavernd. „Á því sviði höfum við unnið mikið og gott starf, í samstarfi við stjórnvöld, til dæmis við að kortleggja barnaheimili og munaðarleysingjahæli landsins og hinn mikla fjölda barna sem var á sínum tíma sendur burt í vist vegna fátæktar heima við.“ Þrátt fyrir óstöðugleika í stjórnmálalífi landsins segir Sigríður að náin samvinna við stjórnvöld sé lykilatriði. „Við látum slíkt ekki hafa of mikil áhrif á starfið. Samvinna er eina leiðin þegar hugsað er til lengri tíma. Nú er neyðaraðstoð að miklu leyti lokið en við megum ekki stoppa. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að vinna frekar að langtímaaðstoð og þróunarsamvinnu.“ Sigríður segir að þrátt fyrir hörmungarnar sem riðu yfir Haítí sé nú tækifæri til að færa þjóðina áfram. „Vegna hamfaranna kom fjármagn inn í landið og nú er möguleiki á að laga hlutina almennilega til langs tíma. Sérstaklega málefni barna sem voru í lamasessi. UNICEF vill skila bjartri framtíð fyrir þessi hundruð þúsunda barna og nú er tækifærið.“
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira