Innlent

Fremur rólegt hjá björgunarmönnum í nótt

Fremur rólegt var Slysavarnafélaginu Landsbjörg í nótt. Að sögn Gunnars Stefánssonar, starfandi framkvæmdastjóra, var björgunarsveitin á Flateyri kölluð út snemma í morgun til að aðstoða sjúkrabíl vegna ófærðar.

Þá hafnaði bátur upp á bryggju í Bolungarvík í nótt en ágætlega gekk að ná böndum utan um hann. Annars var nóttin nokkuð róleg.

Fáir voru á ferli á þeim svæðum sem fóru hvað verst út úr veðurofsanum í gær. Gunnar tekur fram að björgunarsveitir verði sem fyrr í viðbragðsstöðu í dag, þá sérstaklega á Norðausturlandi en þar mun hvessa hressilega í dag.

Að sama skapi var nóttin tiltölulega róleg hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir bílar festur á Mosfellsheiði og á Bláfjallavegi. Þá var nokkuð um fjúkandi jólaskreytingar en foktjón var minniháttar samkvæmt björgunarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×