Draumaendurkoma Rooney og England vann riðilinn | Úkraína úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2012 18:00 Mynd/AFP Wayne Rooney og John Terry voru hetjur Englendinga í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sigur í sínum riðli á EM í fótbolta með því að vinna 1-0 sigur á gestgjöfum Úkraínu. Rooney kom inn í enska liðið eftir tveggja leikja bann og skoraði sigurmarkið á 48. mínútu en John Terry bjargaði á marklínu eftir rúmlega klukktíma leik. Það var samt ekki hægt að sjá annað á endursýningum af atvikinu að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna en mark á þeim tímapunkti hefði breytt miklu fyrir heimamenn sem höfðu ekki heppnina með sér í kvöld. Tapið þýðir að báðir gestgjafarnir eru úr leik á mótinu en Úkraínumenn stóðu sig vel í leiknum í kvöld og sköpuðu sé mörg ágæt marktækifæri í leiknum. Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri og sleppa því við að mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum. Þeir mæta Ítölum á sunnudaginn en Frakkar fá hinsvegar að glíma við spænska liðið. Úkraínumenn byrjuðu betur og taugaveikluðu ensku liði gekk illa að halda boltanum í upphafi leiks. Úkraínumenn náðu mörgum góðum sóknum í fyrri hálfleiknum og besta færið fékk Andriy Yarmolenko en Joe Hart varði vel. Wayne Rooney fékk sitt fyrsta alvöru færi á 28. mínútu þegar hann skallaði boltann framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashley Young. Rooney hefði átt að gera betur þar. Andriy Yarmolenko var nálægt því að labba í gegnum ensku vörnina undir lok hálfleiksins en Joleon Lescott náði að bjarga áður en Yarmolenko komst alla leið í skotið. Úkraínumenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora og það reyndist dýrkeypt því seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Englendingar voru búnir að komast yfir. Wayne Rooney kom Englendingum í 1-0 á 48. mínútu með skalla af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Steven Gerrard. Englendingar voru þar með komnir í frábær mál enda þurftu Úkraínumenn þá að skora tvö mörk. Úkraínumenn gáfust ekki upp og fengu meðal annars tvö dauðafæri með mínútu millibili. Artem Milevsk skallaði fyrst yfir af stuttu færi og svo bjargaði John Terry á línu eftir skot frá Marko Devic. Það leit samt út fyrir það í endursýningunum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna. Ungverski marklínudómarinn Istvan Vad var aðeins nokkra metra frá þessu en dæmdi ekki mark. Andrei Shevchenko kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar var Joe Hart heppinn að verja fast langskot frá Yevheniy Konoplyanka. Úkraínumenn reyndu að pressa á enska liðið á lokamínútum en enska vörnina hélt út og fögnuðu vel dýrmætum sigri í leikslok. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Wayne Rooney og John Terry voru hetjur Englendinga í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sigur í sínum riðli á EM í fótbolta með því að vinna 1-0 sigur á gestgjöfum Úkraínu. Rooney kom inn í enska liðið eftir tveggja leikja bann og skoraði sigurmarkið á 48. mínútu en John Terry bjargaði á marklínu eftir rúmlega klukktíma leik. Það var samt ekki hægt að sjá annað á endursýningum af atvikinu að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna en mark á þeim tímapunkti hefði breytt miklu fyrir heimamenn sem höfðu ekki heppnina með sér í kvöld. Tapið þýðir að báðir gestgjafarnir eru úr leik á mótinu en Úkraínumenn stóðu sig vel í leiknum í kvöld og sköpuðu sé mörg ágæt marktækifæri í leiknum. Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri og sleppa því við að mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum. Þeir mæta Ítölum á sunnudaginn en Frakkar fá hinsvegar að glíma við spænska liðið. Úkraínumenn byrjuðu betur og taugaveikluðu ensku liði gekk illa að halda boltanum í upphafi leiks. Úkraínumenn náðu mörgum góðum sóknum í fyrri hálfleiknum og besta færið fékk Andriy Yarmolenko en Joe Hart varði vel. Wayne Rooney fékk sitt fyrsta alvöru færi á 28. mínútu þegar hann skallaði boltann framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashley Young. Rooney hefði átt að gera betur þar. Andriy Yarmolenko var nálægt því að labba í gegnum ensku vörnina undir lok hálfleiksins en Joleon Lescott náði að bjarga áður en Yarmolenko komst alla leið í skotið. Úkraínumenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora og það reyndist dýrkeypt því seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Englendingar voru búnir að komast yfir. Wayne Rooney kom Englendingum í 1-0 á 48. mínútu með skalla af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Steven Gerrard. Englendingar voru þar með komnir í frábær mál enda þurftu Úkraínumenn þá að skora tvö mörk. Úkraínumenn gáfust ekki upp og fengu meðal annars tvö dauðafæri með mínútu millibili. Artem Milevsk skallaði fyrst yfir af stuttu færi og svo bjargaði John Terry á línu eftir skot frá Marko Devic. Það leit samt út fyrir það í endursýningunum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna. Ungverski marklínudómarinn Istvan Vad var aðeins nokkra metra frá þessu en dæmdi ekki mark. Andrei Shevchenko kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar var Joe Hart heppinn að verja fast langskot frá Yevheniy Konoplyanka. Úkraínumenn reyndu að pressa á enska liðið á lokamínútum en enska vörnina hélt út og fögnuðu vel dýrmætum sigri í leikslok.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira