Draumaendurkoma Rooney og England vann riðilinn | Úkraína úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2012 18:00 Mynd/AFP Wayne Rooney og John Terry voru hetjur Englendinga í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sigur í sínum riðli á EM í fótbolta með því að vinna 1-0 sigur á gestgjöfum Úkraínu. Rooney kom inn í enska liðið eftir tveggja leikja bann og skoraði sigurmarkið á 48. mínútu en John Terry bjargaði á marklínu eftir rúmlega klukktíma leik. Það var samt ekki hægt að sjá annað á endursýningum af atvikinu að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna en mark á þeim tímapunkti hefði breytt miklu fyrir heimamenn sem höfðu ekki heppnina með sér í kvöld. Tapið þýðir að báðir gestgjafarnir eru úr leik á mótinu en Úkraínumenn stóðu sig vel í leiknum í kvöld og sköpuðu sé mörg ágæt marktækifæri í leiknum. Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri og sleppa því við að mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum. Þeir mæta Ítölum á sunnudaginn en Frakkar fá hinsvegar að glíma við spænska liðið. Úkraínumenn byrjuðu betur og taugaveikluðu ensku liði gekk illa að halda boltanum í upphafi leiks. Úkraínumenn náðu mörgum góðum sóknum í fyrri hálfleiknum og besta færið fékk Andriy Yarmolenko en Joe Hart varði vel. Wayne Rooney fékk sitt fyrsta alvöru færi á 28. mínútu þegar hann skallaði boltann framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashley Young. Rooney hefði átt að gera betur þar. Andriy Yarmolenko var nálægt því að labba í gegnum ensku vörnina undir lok hálfleiksins en Joleon Lescott náði að bjarga áður en Yarmolenko komst alla leið í skotið. Úkraínumenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora og það reyndist dýrkeypt því seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Englendingar voru búnir að komast yfir. Wayne Rooney kom Englendingum í 1-0 á 48. mínútu með skalla af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Steven Gerrard. Englendingar voru þar með komnir í frábær mál enda þurftu Úkraínumenn þá að skora tvö mörk. Úkraínumenn gáfust ekki upp og fengu meðal annars tvö dauðafæri með mínútu millibili. Artem Milevsk skallaði fyrst yfir af stuttu færi og svo bjargaði John Terry á línu eftir skot frá Marko Devic. Það leit samt út fyrir það í endursýningunum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna. Ungverski marklínudómarinn Istvan Vad var aðeins nokkra metra frá þessu en dæmdi ekki mark. Andrei Shevchenko kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar var Joe Hart heppinn að verja fast langskot frá Yevheniy Konoplyanka. Úkraínumenn reyndu að pressa á enska liðið á lokamínútum en enska vörnina hélt út og fögnuðu vel dýrmætum sigri í leikslok. Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Wayne Rooney og John Terry voru hetjur Englendinga í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sigur í sínum riðli á EM í fótbolta með því að vinna 1-0 sigur á gestgjöfum Úkraínu. Rooney kom inn í enska liðið eftir tveggja leikja bann og skoraði sigurmarkið á 48. mínútu en John Terry bjargaði á marklínu eftir rúmlega klukktíma leik. Það var samt ekki hægt að sjá annað á endursýningum af atvikinu að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna en mark á þeim tímapunkti hefði breytt miklu fyrir heimamenn sem höfðu ekki heppnina með sér í kvöld. Tapið þýðir að báðir gestgjafarnir eru úr leik á mótinu en Úkraínumenn stóðu sig vel í leiknum í kvöld og sköpuðu sé mörg ágæt marktækifæri í leiknum. Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri og sleppa því við að mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum. Þeir mæta Ítölum á sunnudaginn en Frakkar fá hinsvegar að glíma við spænska liðið. Úkraínumenn byrjuðu betur og taugaveikluðu ensku liði gekk illa að halda boltanum í upphafi leiks. Úkraínumenn náðu mörgum góðum sóknum í fyrri hálfleiknum og besta færið fékk Andriy Yarmolenko en Joe Hart varði vel. Wayne Rooney fékk sitt fyrsta alvöru færi á 28. mínútu þegar hann skallaði boltann framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashley Young. Rooney hefði átt að gera betur þar. Andriy Yarmolenko var nálægt því að labba í gegnum ensku vörnina undir lok hálfleiksins en Joleon Lescott náði að bjarga áður en Yarmolenko komst alla leið í skotið. Úkraínumenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora og það reyndist dýrkeypt því seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Englendingar voru búnir að komast yfir. Wayne Rooney kom Englendingum í 1-0 á 48. mínútu með skalla af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Steven Gerrard. Englendingar voru þar með komnir í frábær mál enda þurftu Úkraínumenn þá að skora tvö mörk. Úkraínumenn gáfust ekki upp og fengu meðal annars tvö dauðafæri með mínútu millibili. Artem Milevsk skallaði fyrst yfir af stuttu færi og svo bjargaði John Terry á línu eftir skot frá Marko Devic. Það leit samt út fyrir það í endursýningunum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna. Ungverski marklínudómarinn Istvan Vad var aðeins nokkra metra frá þessu en dæmdi ekki mark. Andrei Shevchenko kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar var Joe Hart heppinn að verja fast langskot frá Yevheniy Konoplyanka. Úkraínumenn reyndu að pressa á enska liðið á lokamínútum en enska vörnina hélt út og fögnuðu vel dýrmætum sigri í leikslok.
Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira