Draumaendurkoma Rooney og England vann riðilinn | Úkraína úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2012 18:00 Mynd/AFP Wayne Rooney og John Terry voru hetjur Englendinga í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sigur í sínum riðli á EM í fótbolta með því að vinna 1-0 sigur á gestgjöfum Úkraínu. Rooney kom inn í enska liðið eftir tveggja leikja bann og skoraði sigurmarkið á 48. mínútu en John Terry bjargaði á marklínu eftir rúmlega klukktíma leik. Það var samt ekki hægt að sjá annað á endursýningum af atvikinu að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna en mark á þeim tímapunkti hefði breytt miklu fyrir heimamenn sem höfðu ekki heppnina með sér í kvöld. Tapið þýðir að báðir gestgjafarnir eru úr leik á mótinu en Úkraínumenn stóðu sig vel í leiknum í kvöld og sköpuðu sé mörg ágæt marktækifæri í leiknum. Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri og sleppa því við að mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum. Þeir mæta Ítölum á sunnudaginn en Frakkar fá hinsvegar að glíma við spænska liðið. Úkraínumenn byrjuðu betur og taugaveikluðu ensku liði gekk illa að halda boltanum í upphafi leiks. Úkraínumenn náðu mörgum góðum sóknum í fyrri hálfleiknum og besta færið fékk Andriy Yarmolenko en Joe Hart varði vel. Wayne Rooney fékk sitt fyrsta alvöru færi á 28. mínútu þegar hann skallaði boltann framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashley Young. Rooney hefði átt að gera betur þar. Andriy Yarmolenko var nálægt því að labba í gegnum ensku vörnina undir lok hálfleiksins en Joleon Lescott náði að bjarga áður en Yarmolenko komst alla leið í skotið. Úkraínumenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora og það reyndist dýrkeypt því seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Englendingar voru búnir að komast yfir. Wayne Rooney kom Englendingum í 1-0 á 48. mínútu með skalla af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Steven Gerrard. Englendingar voru þar með komnir í frábær mál enda þurftu Úkraínumenn þá að skora tvö mörk. Úkraínumenn gáfust ekki upp og fengu meðal annars tvö dauðafæri með mínútu millibili. Artem Milevsk skallaði fyrst yfir af stuttu færi og svo bjargaði John Terry á línu eftir skot frá Marko Devic. Það leit samt út fyrir það í endursýningunum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna. Ungverski marklínudómarinn Istvan Vad var aðeins nokkra metra frá þessu en dæmdi ekki mark. Andrei Shevchenko kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar var Joe Hart heppinn að verja fast langskot frá Yevheniy Konoplyanka. Úkraínumenn reyndu að pressa á enska liðið á lokamínútum en enska vörnina hélt út og fögnuðu vel dýrmætum sigri í leikslok. Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Wayne Rooney og John Terry voru hetjur Englendinga í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sigur í sínum riðli á EM í fótbolta með því að vinna 1-0 sigur á gestgjöfum Úkraínu. Rooney kom inn í enska liðið eftir tveggja leikja bann og skoraði sigurmarkið á 48. mínútu en John Terry bjargaði á marklínu eftir rúmlega klukktíma leik. Það var samt ekki hægt að sjá annað á endursýningum af atvikinu að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna en mark á þeim tímapunkti hefði breytt miklu fyrir heimamenn sem höfðu ekki heppnina með sér í kvöld. Tapið þýðir að báðir gestgjafarnir eru úr leik á mótinu en Úkraínumenn stóðu sig vel í leiknum í kvöld og sköpuðu sé mörg ágæt marktækifæri í leiknum. Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri og sleppa því við að mæta Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum. Þeir mæta Ítölum á sunnudaginn en Frakkar fá hinsvegar að glíma við spænska liðið. Úkraínumenn byrjuðu betur og taugaveikluðu ensku liði gekk illa að halda boltanum í upphafi leiks. Úkraínumenn náðu mörgum góðum sóknum í fyrri hálfleiknum og besta færið fékk Andriy Yarmolenko en Joe Hart varði vel. Wayne Rooney fékk sitt fyrsta alvöru færi á 28. mínútu þegar hann skallaði boltann framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashley Young. Rooney hefði átt að gera betur þar. Andriy Yarmolenko var nálægt því að labba í gegnum ensku vörnina undir lok hálfleiksins en Joleon Lescott náði að bjarga áður en Yarmolenko komst alla leið í skotið. Úkraínumenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora og það reyndist dýrkeypt því seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Englendingar voru búnir að komast yfir. Wayne Rooney kom Englendingum í 1-0 á 48. mínútu með skalla af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Steven Gerrard. Englendingar voru þar með komnir í frábær mál enda þurftu Úkraínumenn þá að skora tvö mörk. Úkraínumenn gáfust ekki upp og fengu meðal annars tvö dauðafæri með mínútu millibili. Artem Milevsk skallaði fyrst yfir af stuttu færi og svo bjargaði John Terry á línu eftir skot frá Marko Devic. Það leit samt út fyrir það í endursýningunum að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna. Ungverski marklínudómarinn Istvan Vad var aðeins nokkra metra frá þessu en dæmdi ekki mark. Andrei Shevchenko kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar var Joe Hart heppinn að verja fast langskot frá Yevheniy Konoplyanka. Úkraínumenn reyndu að pressa á enska liðið á lokamínútum en enska vörnina hélt út og fögnuðu vel dýrmætum sigri í leikslok.
Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira