Fótbolti

Rekinn af velli fyrir að fara úr treyjunni | Koeman brjálaður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kroppasýning Guidetti bar ekki tilætlaðan árangur.
Kroppasýning Guidetti bar ekki tilætlaðan árangur.
John Guidetti, 19 ára framherji Feyenoord, reif sig úr treyjunni þegar hann kom liði sínu yfir í deildarleik gegn Waalwijjk um helgina. Honum var refsað með gulu spjaldi, hans síðara í leiknum, og manni fleiri jöfnuðu liðsmenn Waalwijjk undir lokin.



Atvikið má sjá með því að smella hér.


Mark Guidetti kom á 76. mínútu og var fögnuður heimamanna mikill. Brosin hurfu þó snögglega þegar ljóst var að Guidetti yrði vikið af velli. Óhætt er að segja að Ronald Koeman, stjóri Feyenoord, hafi trompast á hliðarlínunni þegar hann sá Svíann klæða sig úr treyjunni.

Feyenoord varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í efstu deild hollenska boltans. Liðið situr í fjórða sæti með 41 stig, fjórum stigum á eftir toppliðunum PSV Eindhoven og AZ Alkmaar.

Guidetti, sem er í láni frá Manchester City, hefur farið á kostum á leiktíðinni og skorað átján mörk í sextán leikjum. Hann virðist þó ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni ef marka má fagnaðarlæti hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×