Enski boltinn

Tap í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa

Nordic Photos / Getty Images
Tvö glæsileg mörk tryggðu Sunderland góðan sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea.

Gylfi Þór stóð sig vel í fyrri hálfleik og átti svo skot á mark úr aukaspyrnu í þeim síðari. Hann var svo tekinn af velli á 65. mínútu.

Stephane Sessegnon kom Sunderland yfir um miðjan fyrri hálfleikinn með frábæru marki sem hann skoraði eftir laglegan samleik við James McClean.

Craig Gardner kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og sex mínútum síðar tryggði hann Sunderland endanlega sigurinn með öðru glæsilegu marki.

Gott gengi Sunderland heldur því áfram en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum þess. Sunderland er í tíunda sæti en Swansea því þrettánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×