Fótbolti

Ronaldo sá um Hollendinga - Myndir

Nordicphotos/Getty
Cristiano Ronaldo sýndi snilli sína þegar Portúgalar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins með 2-1 sigri á Hollendingum.

Portúgalar lentu marki undir snemma leiks en lögðu ekki árar í bát. Ronaldo slapp einn í gegn og kláraði færið vel og staðan jöfn í hálfleik. Í síðari hálfleiknum var Ronaldo aftur á ferðinni þegar hann skoraði sigurmark Portúgala af mikilli yfirvegun.

Með sigrinum tryggðu Portúgalar sér sæti í átta liða úrslitunum ásamt Þjóðverjum. Danir og Hollendingar, sem töpuðu öllum þremur leikjum sínum, eru úr leik.

Ronaldo var maður kvöldsins og myndir frá magnaðri frammistöðu hans má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×