Fótbolti

Ísland niður um tvö sæti á styrkleikalista FIFA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stelpurnar á Algarve í febrúar.
Stelpurnar á Algarve í febrúar. Mynd / Knattspyrnusamband Íslands
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA sem uppfærður var í dag. Liðið situr í 17 sæti en Spánn og Suður-Kórea skutust upp fyrir Ísland.

Siðan síðasti listi var birtur um miðjan mars hefur Ísland aðeins leikið einn leik. Um er að ræða 1-0 tap liðsins gegn Belgíu ytra í undankeppni EM 2013. Belgar liftu sér upp um þrjú sæti og sitja í 30. sæti listans.

Ungverjaland og Búlgaría, næstu andstæðingar Íslands í undankeppninni, sitja í 35. og 55. sæti listans. Ungverjar standa í stað en Búlgarir lyftu sér um eitt sæti. Norður-Írar sitja í 53. sæti listans og Norðmenn, andstæðingar Íslands í lokaleik riðilsins, sitja áfram í 13. sæti.

Litlar breytingar urðu í efstu sætum listans. Bandaríkin tróna enn á toppnum með naumt forskot á Þýskaland. Japan er í þriðja sæti en Svíþjóð skaust upp fyrri Brasilíu í fjórða sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×