Vandamálið ekki séríslenskt Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. september 2012 11:00 Við setningu Alþingis Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði stöðu Alþingis í þjóðarvitundinni að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Ummæli forseta Íslands við setningu Alþingis á þriðjudag eru framhald af stefnu sem hann boðaði í kosningabaráttu sinni til embættis forseta fyrr á árinu, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í ræðu sinni á Alþingi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, brýnt fyrir þjóðina og stofnanir hennar að á komandi vetri yrði tekið á vanda Alþingis, ella myndu aukast áfram kröfur um afskipti hans af setningu laga, umfram það sem tíðkast hefði. Bauð hann í ræðunni liðsinni sitt við að efla á ný virðingu Alþingis.Gunnar Helgi KristinssonGunnar Helgi segir hafa komið fram í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í sumar að Ólafur Ragnar túlki embættið með nokkuð virkum hætti og telji heimildir vera fyrir nokkuð miklum inngripum forseta. „Það er auðvitað bara umdeilt, en með því að hafa unnið forsetakosningarnar telur hann sig hafa fengið sterkara umboð til að tala svona og jafnvel fylgja því eftir.“ Um leið segir Gunnar Helgi óljóst hvernig forsetinn ætli sér að hjálpa þinginu. „Það verður að segjast að tal hans um vantraust á þinginu er ekki sérstaklega til þess fallið að vinna að því markmiði að auka traust á þinginu.“ Vandann við túlkun á ræðu forsetans segir Gunnar Helgi liggja í því að hann tali nokkuð óljóst og ekki liggi fyrir hvaða form yrði á auknum afskiptum hans af lagasetningu. „Viðtekin skoðun fólks er að hér sé þingræði og forsetinn gegni engu sérstöku hlutverki undir venjulegum kringumstæðum og óski stjórnmálamenn ekki eftir sérstökum afskiptum hans, þá er vandséð hvaða úrræði hann hefur.“ Um leið segir Gunnar Helgi að traust á stjórnmálamönnum og flokkum hafi farið dvínandi víða um heim, þótt hér hafi vantraust aukist eftir hrun. „Þetta vandamál er ekki bundið við Ísland.“ Í könnun Eurostat frá því í vor kemur fram að traust Íslendinga á Alþingi sé rétt fyrir neðan meðaltal Evrópusambandsríkja. Meðal ríkja sem minna traust bera til þings síns eru Bretland, Írland, Portúgal og Pólland. Af þeim ríkjum sem minnst traust bera til þinga sinna er Ísland í átjánda sæti, en fjórðungur almennings telst treysta þingi sínu. Minnst traust bera Litháar, Ítalir og Tékkar til sinna þinga, sjö, átta og níu prósent. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ummæli forseta Íslands við setningu Alþingis á þriðjudag eru framhald af stefnu sem hann boðaði í kosningabaráttu sinni til embættis forseta fyrr á árinu, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í ræðu sinni á Alþingi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, brýnt fyrir þjóðina og stofnanir hennar að á komandi vetri yrði tekið á vanda Alþingis, ella myndu aukast áfram kröfur um afskipti hans af setningu laga, umfram það sem tíðkast hefði. Bauð hann í ræðunni liðsinni sitt við að efla á ný virðingu Alþingis.Gunnar Helgi KristinssonGunnar Helgi segir hafa komið fram í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í sumar að Ólafur Ragnar túlki embættið með nokkuð virkum hætti og telji heimildir vera fyrir nokkuð miklum inngripum forseta. „Það er auðvitað bara umdeilt, en með því að hafa unnið forsetakosningarnar telur hann sig hafa fengið sterkara umboð til að tala svona og jafnvel fylgja því eftir.“ Um leið segir Gunnar Helgi óljóst hvernig forsetinn ætli sér að hjálpa þinginu. „Það verður að segjast að tal hans um vantraust á þinginu er ekki sérstaklega til þess fallið að vinna að því markmiði að auka traust á þinginu.“ Vandann við túlkun á ræðu forsetans segir Gunnar Helgi liggja í því að hann tali nokkuð óljóst og ekki liggi fyrir hvaða form yrði á auknum afskiptum hans af lagasetningu. „Viðtekin skoðun fólks er að hér sé þingræði og forsetinn gegni engu sérstöku hlutverki undir venjulegum kringumstæðum og óski stjórnmálamenn ekki eftir sérstökum afskiptum hans, þá er vandséð hvaða úrræði hann hefur.“ Um leið segir Gunnar Helgi að traust á stjórnmálamönnum og flokkum hafi farið dvínandi víða um heim, þótt hér hafi vantraust aukist eftir hrun. „Þetta vandamál er ekki bundið við Ísland.“ Í könnun Eurostat frá því í vor kemur fram að traust Íslendinga á Alþingi sé rétt fyrir neðan meðaltal Evrópusambandsríkja. Meðal ríkja sem minna traust bera til þings síns eru Bretland, Írland, Portúgal og Pólland. Af þeim ríkjum sem minnst traust bera til þinga sinna er Ísland í átjánda sæti, en fjórðungur almennings telst treysta þingi sínu. Minnst traust bera Litháar, Ítalir og Tékkar til sinna þinga, sjö, átta og níu prósent.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira