Innlent

Fisflugvél eyðilagðist í lendingu á Egilsstaðaflugvelli

Fisflugvél eyðilagðist á Egilstaðarflugvelli um miðjan dag í gær. Flugmaðurinn var að sögn lögreglu að æfa snertilendingar þegar hinum hlekktist á með þessum afleiðingum.

Hann slapp ómeiddur en vélin er mikið skemmd ef ekki ónýt. Fulltrúar í rannsóknarnefnd flugslysa komu til Egilsstaða í gærkvöldi og fara þeir með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×