Innlent

Þreyttir leitarmenn - fá hvíld á morgun

Þessi kind var grafin upp úr snjónum í vikunni.
Þessi kind var grafin upp úr snjónum í vikunni. Mynd/Hallgrímur Óli hjá Landsbjörg
Aðgerðir vegna afleiðinga veðuráhlaupsins á Norðausturlandi gengu vel í dag en á morgun verður leitin heldur umfangsminni. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er stefnt að því að hvíla leitarmenn sem hafa verið að störfum alla vikuna. Um 200 björgunarsveitarmenn frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hafa verið að störfum í Þingeyjarsýslum í dag.

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins verður opin á Stóru-Tjörnum en stöðinni í Reykjahlíðarskóla á Mývatni verður lokað í dag. RARIK hefur unnið er að því að tengja síðustu bæina við Mývatn og stefnt er að því að allir bæir þar fái rafmagn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×