Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. september 2012 12:30 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent