Innlent

Kaupmenn vilja klukkur í stað stöðumæla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kaupmenn vilja að stöðumælar hverfi.
Kaupmenn vilja að stöðumælar hverfi.
Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og Miðborgin okkar vilja láta kanna til hlítar möguleika á að taka upp bílaklukkur í Reykjavík í stað gjaldmæla og skora samtökin á borgaryfirvöld að koma á samstarfshópi borgarinnar og hagsmunaaðila í miðborginni sem myndi kynna sér betur kosti þessa fyrirkomulags. Samtökin héldu sameiginlegan opin fund á þriðjudaginn um reynslu Akureyringa af svokölluðu bílaklukkum, en framsögumenn á fundinum komu meðal annars frá Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×