Innlent

Skýr skilaboð duga ekki til - björgunarsveit sækir fasta ferðamenn

Ófærð. Athugið að myndin er úr safni.
Ófærð. Athugið að myndin er úr safni.
Félagar í björgunarsveitinni OK í Borgarfirði eru nú á leið að rótum Langjökuls til að sækja sjö manns sem sitja þar í föstum jeppa. Samkvæmt frétt Skessuhorns þarf þarf tvo vel búna björgunarbíla í þessa ferð náist ekki að losa bíl ferðamannanna.

Samkvæmt Skessuhorni er þetta fimmta ferð björgunarsveitarinnar á fjórum dögum til að sækja vegfarendur á Kaldadal sem virt hafa að vettugi skilti sem segja veginn lokaðan.

Á skiltum þar sem ekið er beggja vegna inn á Kaldadalsveg stendur: „Lokað – impassable". Skýrara getur það ekki orðið, hvort sem vegfarendur eru Íslendingar eða útlendingar.

Að sögn Þórs Þorsteinssonar hjá björgunarsveitinni OK er að þessu sinni farið til aðstoðar fólki á vel búnum jeppa með íslenskum bílstjóra. Í gær var rútu með ferðamönnum komið til aðstoðar á Kaldadalsvegi en þar sat hún föst í skafli. Í hinum þremur tilfellunum var um að ræða útlendinga á fjórhjóladrifnum jepplingum. Hér má lesa frétt Skessuhorns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×