Erlent

Fundu líkamsleifar hermanns um 100 árum eftir að hann féll

Búið er að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust fyrr í ár í Belgíu. Um er að ræða nýsjálenskan hermann sem féll í fyrri heimstryjöldinni fyrir nærri 100 árum síðan.

Líkamsleifar hans fundust skammt frá smábænum Messines í Flandern en þar átti sér stað mikil orrusta árið 1917 sem stóð yfir samfellt í eina viku. Í henni féllu um 700 hermenn frá Nýja Sjálandi.

Líkamsleifarnar verða sendar til Nýja Sjálands og grafnar þar við hlið félaga hermannsins sem féllu í orrustunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×