Lífið

Robert talar í beinni

Pattinson verður í Good Morning America í næstu viku.
Pattinson verður í Good Morning America í næstu viku.
Sjarmörinn raunamæddi, Robert Pattinson, hefur boðað komu sína í ameríska þáttinn Good Morning America á miðvikudaginn í næstu viku, 15. ágúst.

Viðtalið er hluti af kynningarherferð vegna nýjustu myndar Roberts, Cosmopolis. Þetta verður þó í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega eftir að upp komst um framhjáhald kærustu hans, Kristen Stewart, með Rupert Sanders leikstjóra hennar úr myndinni Snow White and the Huntsman. Það er því viðbúið að spurningar um hans persónulegu hagi komi til með að laumast inn í viðtalið sem verður sýnt í beinni útsendingu.

Eflaust munu fjöldamargir horfa á þáttinn, en aðdáendur Pattinson hafa beðið með öndina í hálsinum eftir að heyra frá honum eftir að upp komst um framhjáhaldið. Fyrir helgi spurðist það út að hann væri loksins farinn að svara örvæntingarfullum skilaboðum Kristenar en nokkrum dögum seinna birtust fréttir þess efnis að hann væri sturlaður úr reiði yfir því að hún hefði flutt inn á heimili Giovanni Agnelli, framleiðenda og vinar síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.