Vinaþjóðir græða á neyðarlánum til Íslands 12. nóvember 2012 15:28 Helgi Hjörvar er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Vísir / Stefán Karlsson Helgi Hjörvar er formaður Íslandsdeildar Norðulandaráðs en nýlega lauk 64. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Af þessu tilefni settist Þorbjörn Þórðarson niður með Helga og fór yfir það sem helst bar á góma á þinginu og ýmislegt sem sem hefur verið í deiglunni í pólitíkinni hér heima. Helgi hefur barist fyrir því að Norðurlöndin endurskoði vaxtakjör á lánum til Íslands sem hann telur ósanngjörn og beindi hann meðal annars fyrirspurn um þetta til forsætisráðherra ríkjanna á þinginu í Helsinki.Ein af stóru tíðindum þingsins var ákvörðun um loftrýmisgæslu Svía og Finna hér á landi á árinu á árinu 2014. Eru þetta ekki góð tíðindi? „Þetta eru feykilega góð tíðindi fyrir okkur vegna þess að við stöndum andspænis gríðarlegum verkefnum í öryggisgæslu, sérstaklega í höfunum í kringum okkur á komandi árum. Ísinn er að bráðna og skipaumferð og olíuvinnsla munu aukast mjög verulega. Það er auðvitað mjög brýnt að við fáum hin Norðurlöndin með í þessi stóru verkefni."Hvað þessa miklu andstöðu við málið, sérstaklega í Finnlandi? „Það kemur ekki á óvart að Finnar séu varfærnir því þeir hafa um áratugaskeið fylgt hlutleysisstefnu eins og Svíar. Það var þannig í Norðurlandaráði áratugum saman að það mátti ekki tala um utanríkis- og varnarmál. Þetta var bara tabú vegna sérstöðu Finna og Svía. Þetta hefur hins vegar verið að breytast mjög hratt og núna eru öryggis- og utanríkismál orðin mesta umfjöllunarefnið í Norðurlandasamstarfinu og þar eru klárlega mestu sóknarfærin. Það var auðvitað viðbúið að það yrðu gagnrýnisraddir, bæði í Finnlandi og í Svíþjóð um þetta. Ég treysti því að það komi ekki í veg fyrir að af þessum áformum verði. Ég hef rætt þetta við Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, sem sat einmitt lengi með mér í þingflokki jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, og það er alveg skýrt að þeir eru áhugasamir að finna fleti á þessu."Mun þetta ekki skapa flókið vandamál þar sem þessi ríki eru ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ? „Þetta eru bara úrlausnarefni. NATÓ hefur auðvitað unnið með ýmsum aðilum m.a í „Partnership for peace" og þar hafa menn fundið lausnir á tæknilegum úrlausnarefnum. Auðvitað eru Svíar og Finnar ekki að koma hingað til að stunda einhvern stríðsrekstur, heldur til að sinna eftirliti í okkar lögsögu. Það eru síðan auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir Norðurlöndin í heild að auka mjög eftirlit og öryggisviðbúnað í norðri. Um það gerði Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Norðmanna, ítarlega skýrslu sem hann skilaði 2009 þar sem hann lagði áherslu á fjölmargir aðilar vilji seilast að Norðurskautinu og gera svæðið að sínu áhrifasvæði. Hvort sem það er Evrópusambandið, Rússland, Kína, Bandaríkin eða Kanada og til þess að þetta verði norrænt áhrifasvæði, höfin í kringum okkur, verða Norðurlandaþjóðirnar að hafa forystu um eftirlit og öryggisgæslu á því svæði og taka þau skref sem þarf til að gera það að veruleika." Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finna og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, voru ekki sammála um hvort vélarnar ættu að vera vopnaðar eða vopnlausar. Hvað ályktun má draga af því? „Það kom mér nú á óvart að menn hefðu ekki útkljáð það sín á milli. Ég held út af fyrir sig ekki að menn hafi gert ráð fyrir að þessar vélar myndu beita sér með einhverjum hætti. Reinfeldt ætlaði auðvitað að vera með fullbúnar vélar þó hann legði áherslu á að þær væru eingöngu í eftirliti en ekki einhvers konar löggæsluhlutverki. Þar af leiðandi ættu þær ekki að beita undir nokkrum kringumstæðum þeim vopnabúnaði sem þær bjyggu yfir." Á þinginu spurðir þú ráðherrana hvort til greina kæmi að endurskoða vexti á lánum sem Norðurlöndin veittu Íslendingum árið 2009, til að vinna úr fjármálakreppunni og bentir á að Írar hefðu miklu hagstæðari vaxtakjör en Íslendingar á lánum sem Írar fengu frá Norðurlöndunum. Fredrik Reinfeldt sat fyrir svörum. Varstu ánægður með þau svör sem þú fékkst? „Ég er náttúrulega vongóður maður og hefði gjarnan viljað heyra yfirlýsingu um að þeir myndu endurskoða lánakjörin. En það er ósköp eðlilegt að það sé ekki hægt að knýja slíkt fram í pallborðsumræðum við forsætisráðherrana. Reinfeldt vísaði til þess að það sem menn horfðu á væri skuldatryggingarálagið og þá er eðlilegt að það sé rætt við þá í framhaldinu. Það skipti okkur gríðarlega miklu máli að fá þessa fyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum á sínum tíma. Án hennar hefði Ísland einfaldlega frosið því það var enginn í heiminum tilbúinn að lána okkur peninga. Og við vorum sátt við kjörin þá. Bretar hafa, og við horfum á það fordæmi, tvisvar tekið ákvörðun um að lækka upphaflega vexti af lánum til Íra og þeir eru núna komnir niður í nánast ekkert álag ofan á þann fjármagnskostnað sem þeir sjálfir bera. Á sama tíma höfum við ekki fengið neina lækkun á þessum kjörum okkar hjá Norðurlöndunum og staðreyndin er sú að þeir eru einfaldlega að hafa mjög verulegar vaxtamunartekjur af því að lána okkur þessa peninga. Þannig að við hljótum að kalla eftir því að það verði endurskoðað." Umræða um vaxtakjör nátengd velferðinni Nú er vaxtakostnaður um 15 prósent af heildarútgjöldum íslenska ríkisins á fjárlögum. Finnst þér eins og svona hlutir, jafnvel þótt að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir íslenska ríkið, verði útundan í umræðunni? „Umræðunni hjá okkur hættir til að snúast um aukaatriði. Meginverkefnið hjá okkur á næstu árum verður að vinna á þessum fjármagnskostnaði. Vegna þess að meðan að hann er svona hár höfum við ekki svigrúm til að hafa það velferðarkerfi sem við viljum hafa."Helgi hefur gegnt formennsku í flokkahópi sósíal demókrata á þingi Norðurlandaráðs. Vísir / Stefán KarlssonAnnað sem samþykkt var á þinginu var metnaðarfull ályktun um norræna lýðheilsustefnu í áfengis- og tóbaksmálum. Þar var lagt til að Norðurlöndin, einnig Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, hefjist handa við að gera Norðurlönd tóbakslaus fyrir árið 2040. Hvernig á að ná þessu markmiði? „Það tókst að minnsta kosti ekki að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000. Þannig að ég held að það verði að líta á þetta sem svona göfuga markmiðsyfirlýsingu. Það eru hins vegar margar ágætar tillögur í þessum málaflokki og ég held að við munum til dæmis ræða mikið á næstu árum mál sem er áfengismælar í bíla til að koma í veg fyrir að ölvun við akstur valdi jafn hræðilegum slysum og raun ber vitni. Væntanlega myndi umræðan fyrst snúast um atvinnubílstjóra en síðan verður þetta bara almennur staðalbúnaður í bílum sem mun hjálpa okkur að fækka umferðarslysum."Eitt af því sem rætt var á þinginu voru tillögur Johan Strang úr bókinni „Norræn samfélög - Framtíðarsýn um norræna samvinnu," (Nordiska Gemenskaper - En vision för samarbetet) en höfundurinn vill að Norðurlöndin hverfi frá hugmyndinni um norræna blokk innan vébanda Evrópusambandsins, en þar myndu Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin lúta stjórn ESB í stigskiptu kerfi. Í stað þess vill Strang að lögð verði áhersla á forvirka stefnu þar sem rætt er hvaða málefni norrænu löndin ættu að sameinast um að fylgja eftir gagnvart ESB. Finnst þér eins og þarna sé verið að stilla upp Norðurlöndunum gegn Evrópusambandinu og hvaða þýðingu hefur það að t.d Íslendingar og Norðmenn eru utan sambandsins í þessu tilliti? „Norðurlöndunum er ekki stillt upp gegn Evrópusambandinu en auðvitað eru löndin innan Evrópusambandsins að verja ólíka hagsmuni og í mörgum málum eiga Norðurlöndin mjög mikla sameiginlega hagsmuni sem kemur til af því að þjóðfélagsgerð okkar er líkari en í löndum sunnar í álfunni. Þess vegna er sjálfsagður hlutur að löndin beiti sér saman til að hafa áhrif fyrir þá hagsmuni, en mér finnst engin ástæða til að útiloka að í framtíðinni geti þetta orðið, í svæðisskiptu Evrópusambandi sem fer sífellt stækkandi, ennþá mikilvægara samstarf en það er í dag." Þá telur Strang æskilegt að Norðurlandaráð fylgist með innleiðingu tilskipana og reglugerða ESB í norrænu löndunum og fari fram á að þau innleiði þær með sama hætti. Hvað finnst þér um þetta? „Við erum því miður alltaf að upplifa nýjar og nýjar landamærahindranir á Norðurlöndunum sem verða óvart vegna þess að tilskipanir eru innleiddar með ólíkum hætti ómeðvitað og ég held að það sé mikilvægt að koma í veg fyrir slíkt. Hins vegar, og það er öllu alvarlegra, þá eru tilskipanirnar á stundum innleiddar með ólíkum hætti vegna hagsmuna landanna, til þess að gera erfiðara fyrir með samkeppni og annað slíkt. Það eru gríðarleg tækifæri til hagræðingar og aukinnar samkeppni innan Norðurlandanna, hér má til dæmis nefna byggingariðnaðinn."Eitt af því sem rætt var á þingingu var samstarf á sviði varnarmála og nú hefur verið ákveðið að Svíar og Finnar sinni loftrýmisgæslu eins og við höfum rætt í þessu viðtali. Strang vill að samstarf á sviði utanríkis- og varnarmála verði að fyrirmynd um hagræðingu, einnig á öðrum sviðum. Hann nefnir þarna starfshópa sem rannsaki möguleika á samstarfi um menntun starfsfólks og innkaup tækjakosts og annars búnaðar t.d á heilbrigðissviði og rannsóknarsviði. Er þetta ekki eitthvað sem má skoða betur? „Hér eru alveg klárlega mikil tækifæri og við höfum lagt á það áherslu í Norðurlandaráði í utanríkismálum að hagræða í rekstri sendiráða með því að sameinast um slíkan rekstur. Þar er víða hægt að draga verulega úr kostnaði en halda sama þjónustustigi. Það sama er hægt á öðrum sviðum og engir eiga jafn mikla hagsmuni undir og við Íslendingar í því. Guðlaugur Þór Þórðarson leitaði til dæmis eftir því sem heilbrigðisráðherra á sínum tíma að ná samstarfi um lyfjakaup. Þar geta auðvitað verið gríðarlegir hagsmunir undir. Í tækjakaupum í heilbrigðiskerfinu kæmi þetta einnig til greina, ekki síður í öryggismálum. Í raun og veru er hér um að ræða opinber útboð á fjölmörgum hlutum sem menn geta sameinast um og náð miklum árangri í."Utanríkisráðherrar Norðurlandanna voru sammála um að stefna að sameiginlegum rekstri sendiráða hér á Íslandi. Þarf ekki að hugsa rekstur sendiráða upp á nýtt, í ljósi nútímatækninnar? „Jú, menn sjá það til dæmis í rekstri sendiráða Evrópusambandsins víða um heim. Auðvitað eru orðnar miklar breytingar í utanríkisþjónustunni frá því að menn hófu að setja upp sendiráð. Það er allt annars konar alþjóðasamskipti og tækni, samgöngur og annað slíkt. Í þessum helstu viðskiptalöndum þurfa menn að vera staðsettir en að gera það með öðrum Norðurlandaþjóðum er auðvitað mjög ákjósanlegt og er bara betri nýting á fjármunum almennings."Strang vill efla óformleg tengsl embættismanna. Hann segir að þau hafi leng verið tromp á hendi norrænnar samvinnu. Af ýmsum ástæðum hafi þetta átt undir högg að sækja. Finnst þér að samvinna embættismanna á Norðurlöndunum mætti vera meiri? „Á milli landanna mætti hún vera meiri en hún er. Styrkleikinn í norrænu samstarfi hefur auðvitað legið í því að það er ekki bara á sviði stjórnmálanna sem menn eru að vinna saman. Samvinnan á sér stað í félagsmálum, íþróttastarfsemi, á sviði viðskipta, í raun og veru öllum sviðum þjóðlífsins. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að það sé mikið og gott samstarf á milli embættismanna í stjórnsýslunni og það má sannanlega efla frá því sem nú er."Helgi Hjörvar telur að það sé mikill styrkur fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum að vilja afdráttarlaust einn flokka ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Vísir / Stefán KarlssonÓtrúlega mikilvæg samvinna þegar á reynir Helgi segir að öllum Íslendingunum sem sátu þing Norðurlandaráðs í Helsinki fyrir fjórum árum, í október 2008, sé ljóst hversu gríðarlega mikilvæg þessi samvinna er þegar á reynir. „Því þegar að okkur voru allar dyr lokaðar þá var það stjórnmálaforystunnar í þessum löndum sem við leituðum og þaðan sem við fengum stuðning. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í pólitíkinni hér heima að rækta sem best tengsl okkar við forystumenn hjá grannþjóðunum. Ég hef verið svo heppinn að vera falin formennska í þingflokki sósíal-demókrata í Norðurlandaráði og í honum eru tæplega 30 þingmenn frá öllum Norðurlöndunum og það gefur manni auðvitað ómetanlegt tækifæri til þess að rækta þessi tengsl. Og læra af þessum kollegum okkar, ekki bara í þessu formlega samstarfi okkar, heldur einnig eftir óformlegum leiðum. Það eru mörg svið þar sem Norðurlöndin eru komin lengra en við og hafa þegar farið í gegnum skeið sem við erum að fara í gegnum. Þrjú ríki í Norðurlandaráði hafa farið í gegnum fjármálakreppu og endurreisnarstarf í kjölfarið og það er auðvitað ómetanlegt að geta leitað til kollega sinna sem hafa reynslu á þessu sviði. Það var til dæmis mér, sem formanni efnahags- og viðskiptanefndar, ómetanlegt að fá Göran Persson hingað til lands til að veita okkur ráð af sinni miklu reynslu úr sænsku fjármálakreppunni um það hvernig væri best fyrir Íslendinga að bregðast við. Og hvað væri vænlegast til árangurs."Nú eru þingkosningar í vor. Hvernig meturðu stöðuna varðandi aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? „Það er ótvíræður styrkleiki Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar í vor að vera með þessa einföldu skynsemisafstöðu í Evrópumálum sem að meirihluti Íslendinga deilir. Meirihluti Íslendinga telur einfaldlega skynsamlegt að klára þessar viðræður og sjá hvað kemur út úr þeim. Og kjósa um þá niðurstöðu. Ef að aðrir flokkar ætla að láta Samfylkingunni einni eftir að hafa þessa afstöðu. Þá verða það mikil forréttindi í kosningabaráttunni."Finnst þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi útilokað samstarf við Samfylkinguna eftir kosningar í ljósi afstöðu landsfundar og yfirlýsinga formanns flokksins? „Í stjórnmálum eiga menn að forðast að útiloka hluti fyrirfram, en yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins um að slíta viðræðum við Evrópusambandið komu mér mjög á óvart. Því það er ekki að sjá að í landsfundarályktun flokksins sé uppi nein krafa um það. Hvað fyrir honum vakir að ganga lengra í þessu efni átta ég mig ekki á. Það er skylda forystumanna á örlagastundu í lífi þjóðar, eins og við erum stödd á, að kanna til þrautar þá valkosti sem þjóðin á út úr vanda sínum. Það er algjörlega ábyrgðarlaust af formanni Sjálfstæðisflokksins að vilja slíta þeirri könnun áður en það er komin niðurstaða í hana. Það er einfaldlega skylda okkar að kanna það til þrautar."Fyrsti valkostur hlýtur að vera stjórn til vinstri Hvað með yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar á nýlegum flokksstjórnarfundi þar sem hún lagði áherslu á að beita sér gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn og að því er virtist vildi útiloka samstarf við þann flokk. Finnst þér slæmt að formaður Samfylkingarinnar tali með þessum hætti? „Formaður Samfylkingarinnar á náttúrulega bara að segja hug sinn og ég held að það sé ríkur vilji til þess innan Samfylkingarinnar að halda áfram samstarfi um norræna velferðarstjórn eins og við höfum verið í. Hvort að niðurstöður kosninganna verði með þeim hætti að það verði mögulegt að halda því áfram að óbreyttu, það verður að koma í ljós. Þá verða menn bara að meta þá stöðu sem er uppi. Okkar fyrsti valkostur hlýtur að vera stjórn til vinstri. Ég segi eins og Jens Stoltenberg sagði á fundi uppi í Háskóla Íslands eitt sinn, ef við sigrum í kosningum þá stjórnum við og ef hægri menn sigra, þá stjórna þeir. Það er hinn eðlilegi gangur hlutanna, en maður á ekki að útiloka neitt í pólitík."Nýleg skoðanakönnun sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36 prósent fylgi. Er þá ekki mjög óskynsamlegt að útiloka samstarf við þann flokk? „Brennt barn forðast eldinn og við í Samfylkingunni höfum ekki góða reynslu af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn mælist gjarnan með meira fylgi í könnunum en hann fær í kosningum og ég hef fulla trú á því að stjórnarflokkarnir muni sækja talsvert í sig veðrið fram að kosningum."Sérðu eitthvað annað stjórnarsamstarf í kortunum þar sem stjórnarflokkarnir eru að mælast með jafn lítið fylgi, þrátt fyrir ótvíræðan árangur í efnahagsmálum? „Þær ákvarðanir munu byggja á úrslitum kosninganna en mér er það ekkert launungarmál, rétt eins og mér þykir mikilvægt að þessar norrænu velferðaráherslur séu í fyrirrúmi, þá hefði að ósekju áherslur okkar í atvinnumálum mátt vega þyngra í núverandi stjórnarsamstarfi. Og ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir félagshyggjufólk í landinu að sýna það og sanna að það geti jafnvel frekar en hægriöflin verið framsækin í atvinnumálum og nýsköpun."Hverjar verða stóru áskoranir næsta kjörtímabils? Við höfum ál, sjávarúveg og ferðaþjónustu sem þrjár stærstu stoðir atvinnulífsins, þegar hlutfall þeirra af vergri landsframleiðslu er skoðað. Þarf ekki að auka hlutdeild hugverkagreina í landsframleiðslunni? „Í fyrsta lagi eru þeir bestir að byggja upp sem eru búnir að taka til. Í uppbyggingunni verður mjög mikilvægt að brjótast út úr gjaldeyrishöftunum og auka þjóðartekjurnar einmitt með þeim hætti sem þú vísar til, en ekki síður með þeim gríðarlegu tækifærum sem eru í græna hagkerfinu og einmitt norræna samvinnan er að vinna í. Sá geiri í heiminum er að vaxa hraðast. Þar er verðmætasköpunin að aukast mest og störfum mest að fjölga. Þess vegna eigum við afdráttarlaust mestu sóknarfærin í græna hagkerfinu og í orkuframleiðslu, en einnig mörgum öðrum sviðum sem byggja á þekkingu." thorbjorn@365.is Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Helgi Hjörvar er formaður Íslandsdeildar Norðulandaráðs en nýlega lauk 64. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Af þessu tilefni settist Þorbjörn Þórðarson niður með Helga og fór yfir það sem helst bar á góma á þinginu og ýmislegt sem sem hefur verið í deiglunni í pólitíkinni hér heima. Helgi hefur barist fyrir því að Norðurlöndin endurskoði vaxtakjör á lánum til Íslands sem hann telur ósanngjörn og beindi hann meðal annars fyrirspurn um þetta til forsætisráðherra ríkjanna á þinginu í Helsinki.Ein af stóru tíðindum þingsins var ákvörðun um loftrýmisgæslu Svía og Finna hér á landi á árinu á árinu 2014. Eru þetta ekki góð tíðindi? „Þetta eru feykilega góð tíðindi fyrir okkur vegna þess að við stöndum andspænis gríðarlegum verkefnum í öryggisgæslu, sérstaklega í höfunum í kringum okkur á komandi árum. Ísinn er að bráðna og skipaumferð og olíuvinnsla munu aukast mjög verulega. Það er auðvitað mjög brýnt að við fáum hin Norðurlöndin með í þessi stóru verkefni."Hvað þessa miklu andstöðu við málið, sérstaklega í Finnlandi? „Það kemur ekki á óvart að Finnar séu varfærnir því þeir hafa um áratugaskeið fylgt hlutleysisstefnu eins og Svíar. Það var þannig í Norðurlandaráði áratugum saman að það mátti ekki tala um utanríkis- og varnarmál. Þetta var bara tabú vegna sérstöðu Finna og Svía. Þetta hefur hins vegar verið að breytast mjög hratt og núna eru öryggis- og utanríkismál orðin mesta umfjöllunarefnið í Norðurlandasamstarfinu og þar eru klárlega mestu sóknarfærin. Það var auðvitað viðbúið að það yrðu gagnrýnisraddir, bæði í Finnlandi og í Svíþjóð um þetta. Ég treysti því að það komi ekki í veg fyrir að af þessum áformum verði. Ég hef rætt þetta við Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, sem sat einmitt lengi með mér í þingflokki jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, og það er alveg skýrt að þeir eru áhugasamir að finna fleti á þessu."Mun þetta ekki skapa flókið vandamál þar sem þessi ríki eru ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ? „Þetta eru bara úrlausnarefni. NATÓ hefur auðvitað unnið með ýmsum aðilum m.a í „Partnership for peace" og þar hafa menn fundið lausnir á tæknilegum úrlausnarefnum. Auðvitað eru Svíar og Finnar ekki að koma hingað til að stunda einhvern stríðsrekstur, heldur til að sinna eftirliti í okkar lögsögu. Það eru síðan auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir Norðurlöndin í heild að auka mjög eftirlit og öryggisviðbúnað í norðri. Um það gerði Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Norðmanna, ítarlega skýrslu sem hann skilaði 2009 þar sem hann lagði áherslu á fjölmargir aðilar vilji seilast að Norðurskautinu og gera svæðið að sínu áhrifasvæði. Hvort sem það er Evrópusambandið, Rússland, Kína, Bandaríkin eða Kanada og til þess að þetta verði norrænt áhrifasvæði, höfin í kringum okkur, verða Norðurlandaþjóðirnar að hafa forystu um eftirlit og öryggisgæslu á því svæði og taka þau skref sem þarf til að gera það að veruleika." Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finna og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, voru ekki sammála um hvort vélarnar ættu að vera vopnaðar eða vopnlausar. Hvað ályktun má draga af því? „Það kom mér nú á óvart að menn hefðu ekki útkljáð það sín á milli. Ég held út af fyrir sig ekki að menn hafi gert ráð fyrir að þessar vélar myndu beita sér með einhverjum hætti. Reinfeldt ætlaði auðvitað að vera með fullbúnar vélar þó hann legði áherslu á að þær væru eingöngu í eftirliti en ekki einhvers konar löggæsluhlutverki. Þar af leiðandi ættu þær ekki að beita undir nokkrum kringumstæðum þeim vopnabúnaði sem þær bjyggu yfir." Á þinginu spurðir þú ráðherrana hvort til greina kæmi að endurskoða vexti á lánum sem Norðurlöndin veittu Íslendingum árið 2009, til að vinna úr fjármálakreppunni og bentir á að Írar hefðu miklu hagstæðari vaxtakjör en Íslendingar á lánum sem Írar fengu frá Norðurlöndunum. Fredrik Reinfeldt sat fyrir svörum. Varstu ánægður með þau svör sem þú fékkst? „Ég er náttúrulega vongóður maður og hefði gjarnan viljað heyra yfirlýsingu um að þeir myndu endurskoða lánakjörin. En það er ósköp eðlilegt að það sé ekki hægt að knýja slíkt fram í pallborðsumræðum við forsætisráðherrana. Reinfeldt vísaði til þess að það sem menn horfðu á væri skuldatryggingarálagið og þá er eðlilegt að það sé rætt við þá í framhaldinu. Það skipti okkur gríðarlega miklu máli að fá þessa fyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum á sínum tíma. Án hennar hefði Ísland einfaldlega frosið því það var enginn í heiminum tilbúinn að lána okkur peninga. Og við vorum sátt við kjörin þá. Bretar hafa, og við horfum á það fordæmi, tvisvar tekið ákvörðun um að lækka upphaflega vexti af lánum til Íra og þeir eru núna komnir niður í nánast ekkert álag ofan á þann fjármagnskostnað sem þeir sjálfir bera. Á sama tíma höfum við ekki fengið neina lækkun á þessum kjörum okkar hjá Norðurlöndunum og staðreyndin er sú að þeir eru einfaldlega að hafa mjög verulegar vaxtamunartekjur af því að lána okkur þessa peninga. Þannig að við hljótum að kalla eftir því að það verði endurskoðað." Umræða um vaxtakjör nátengd velferðinni Nú er vaxtakostnaður um 15 prósent af heildarútgjöldum íslenska ríkisins á fjárlögum. Finnst þér eins og svona hlutir, jafnvel þótt að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir íslenska ríkið, verði útundan í umræðunni? „Umræðunni hjá okkur hættir til að snúast um aukaatriði. Meginverkefnið hjá okkur á næstu árum verður að vinna á þessum fjármagnskostnaði. Vegna þess að meðan að hann er svona hár höfum við ekki svigrúm til að hafa það velferðarkerfi sem við viljum hafa."Helgi hefur gegnt formennsku í flokkahópi sósíal demókrata á þingi Norðurlandaráðs. Vísir / Stefán KarlssonAnnað sem samþykkt var á þinginu var metnaðarfull ályktun um norræna lýðheilsustefnu í áfengis- og tóbaksmálum. Þar var lagt til að Norðurlöndin, einnig Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, hefjist handa við að gera Norðurlönd tóbakslaus fyrir árið 2040. Hvernig á að ná þessu markmiði? „Það tókst að minnsta kosti ekki að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000. Þannig að ég held að það verði að líta á þetta sem svona göfuga markmiðsyfirlýsingu. Það eru hins vegar margar ágætar tillögur í þessum málaflokki og ég held að við munum til dæmis ræða mikið á næstu árum mál sem er áfengismælar í bíla til að koma í veg fyrir að ölvun við akstur valdi jafn hræðilegum slysum og raun ber vitni. Væntanlega myndi umræðan fyrst snúast um atvinnubílstjóra en síðan verður þetta bara almennur staðalbúnaður í bílum sem mun hjálpa okkur að fækka umferðarslysum."Eitt af því sem rætt var á þinginu voru tillögur Johan Strang úr bókinni „Norræn samfélög - Framtíðarsýn um norræna samvinnu," (Nordiska Gemenskaper - En vision för samarbetet) en höfundurinn vill að Norðurlöndin hverfi frá hugmyndinni um norræna blokk innan vébanda Evrópusambandsins, en þar myndu Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin lúta stjórn ESB í stigskiptu kerfi. Í stað þess vill Strang að lögð verði áhersla á forvirka stefnu þar sem rætt er hvaða málefni norrænu löndin ættu að sameinast um að fylgja eftir gagnvart ESB. Finnst þér eins og þarna sé verið að stilla upp Norðurlöndunum gegn Evrópusambandinu og hvaða þýðingu hefur það að t.d Íslendingar og Norðmenn eru utan sambandsins í þessu tilliti? „Norðurlöndunum er ekki stillt upp gegn Evrópusambandinu en auðvitað eru löndin innan Evrópusambandsins að verja ólíka hagsmuni og í mörgum málum eiga Norðurlöndin mjög mikla sameiginlega hagsmuni sem kemur til af því að þjóðfélagsgerð okkar er líkari en í löndum sunnar í álfunni. Þess vegna er sjálfsagður hlutur að löndin beiti sér saman til að hafa áhrif fyrir þá hagsmuni, en mér finnst engin ástæða til að útiloka að í framtíðinni geti þetta orðið, í svæðisskiptu Evrópusambandi sem fer sífellt stækkandi, ennþá mikilvægara samstarf en það er í dag." Þá telur Strang æskilegt að Norðurlandaráð fylgist með innleiðingu tilskipana og reglugerða ESB í norrænu löndunum og fari fram á að þau innleiði þær með sama hætti. Hvað finnst þér um þetta? „Við erum því miður alltaf að upplifa nýjar og nýjar landamærahindranir á Norðurlöndunum sem verða óvart vegna þess að tilskipanir eru innleiddar með ólíkum hætti ómeðvitað og ég held að það sé mikilvægt að koma í veg fyrir slíkt. Hins vegar, og það er öllu alvarlegra, þá eru tilskipanirnar á stundum innleiddar með ólíkum hætti vegna hagsmuna landanna, til þess að gera erfiðara fyrir með samkeppni og annað slíkt. Það eru gríðarleg tækifæri til hagræðingar og aukinnar samkeppni innan Norðurlandanna, hér má til dæmis nefna byggingariðnaðinn."Eitt af því sem rætt var á þingingu var samstarf á sviði varnarmála og nú hefur verið ákveðið að Svíar og Finnar sinni loftrýmisgæslu eins og við höfum rætt í þessu viðtali. Strang vill að samstarf á sviði utanríkis- og varnarmála verði að fyrirmynd um hagræðingu, einnig á öðrum sviðum. Hann nefnir þarna starfshópa sem rannsaki möguleika á samstarfi um menntun starfsfólks og innkaup tækjakosts og annars búnaðar t.d á heilbrigðissviði og rannsóknarsviði. Er þetta ekki eitthvað sem má skoða betur? „Hér eru alveg klárlega mikil tækifæri og við höfum lagt á það áherslu í Norðurlandaráði í utanríkismálum að hagræða í rekstri sendiráða með því að sameinast um slíkan rekstur. Þar er víða hægt að draga verulega úr kostnaði en halda sama þjónustustigi. Það sama er hægt á öðrum sviðum og engir eiga jafn mikla hagsmuni undir og við Íslendingar í því. Guðlaugur Þór Þórðarson leitaði til dæmis eftir því sem heilbrigðisráðherra á sínum tíma að ná samstarfi um lyfjakaup. Þar geta auðvitað verið gríðarlegir hagsmunir undir. Í tækjakaupum í heilbrigðiskerfinu kæmi þetta einnig til greina, ekki síður í öryggismálum. Í raun og veru er hér um að ræða opinber útboð á fjölmörgum hlutum sem menn geta sameinast um og náð miklum árangri í."Utanríkisráðherrar Norðurlandanna voru sammála um að stefna að sameiginlegum rekstri sendiráða hér á Íslandi. Þarf ekki að hugsa rekstur sendiráða upp á nýtt, í ljósi nútímatækninnar? „Jú, menn sjá það til dæmis í rekstri sendiráða Evrópusambandsins víða um heim. Auðvitað eru orðnar miklar breytingar í utanríkisþjónustunni frá því að menn hófu að setja upp sendiráð. Það er allt annars konar alþjóðasamskipti og tækni, samgöngur og annað slíkt. Í þessum helstu viðskiptalöndum þurfa menn að vera staðsettir en að gera það með öðrum Norðurlandaþjóðum er auðvitað mjög ákjósanlegt og er bara betri nýting á fjármunum almennings."Strang vill efla óformleg tengsl embættismanna. Hann segir að þau hafi leng verið tromp á hendi norrænnar samvinnu. Af ýmsum ástæðum hafi þetta átt undir högg að sækja. Finnst þér að samvinna embættismanna á Norðurlöndunum mætti vera meiri? „Á milli landanna mætti hún vera meiri en hún er. Styrkleikinn í norrænu samstarfi hefur auðvitað legið í því að það er ekki bara á sviði stjórnmálanna sem menn eru að vinna saman. Samvinnan á sér stað í félagsmálum, íþróttastarfsemi, á sviði viðskipta, í raun og veru öllum sviðum þjóðlífsins. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að það sé mikið og gott samstarf á milli embættismanna í stjórnsýslunni og það má sannanlega efla frá því sem nú er."Helgi Hjörvar telur að það sé mikill styrkur fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum að vilja afdráttarlaust einn flokka ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Vísir / Stefán KarlssonÓtrúlega mikilvæg samvinna þegar á reynir Helgi segir að öllum Íslendingunum sem sátu þing Norðurlandaráðs í Helsinki fyrir fjórum árum, í október 2008, sé ljóst hversu gríðarlega mikilvæg þessi samvinna er þegar á reynir. „Því þegar að okkur voru allar dyr lokaðar þá var það stjórnmálaforystunnar í þessum löndum sem við leituðum og þaðan sem við fengum stuðning. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í pólitíkinni hér heima að rækta sem best tengsl okkar við forystumenn hjá grannþjóðunum. Ég hef verið svo heppinn að vera falin formennska í þingflokki sósíal-demókrata í Norðurlandaráði og í honum eru tæplega 30 þingmenn frá öllum Norðurlöndunum og það gefur manni auðvitað ómetanlegt tækifæri til þess að rækta þessi tengsl. Og læra af þessum kollegum okkar, ekki bara í þessu formlega samstarfi okkar, heldur einnig eftir óformlegum leiðum. Það eru mörg svið þar sem Norðurlöndin eru komin lengra en við og hafa þegar farið í gegnum skeið sem við erum að fara í gegnum. Þrjú ríki í Norðurlandaráði hafa farið í gegnum fjármálakreppu og endurreisnarstarf í kjölfarið og það er auðvitað ómetanlegt að geta leitað til kollega sinna sem hafa reynslu á þessu sviði. Það var til dæmis mér, sem formanni efnahags- og viðskiptanefndar, ómetanlegt að fá Göran Persson hingað til lands til að veita okkur ráð af sinni miklu reynslu úr sænsku fjármálakreppunni um það hvernig væri best fyrir Íslendinga að bregðast við. Og hvað væri vænlegast til árangurs."Nú eru þingkosningar í vor. Hvernig meturðu stöðuna varðandi aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? „Það er ótvíræður styrkleiki Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar í vor að vera með þessa einföldu skynsemisafstöðu í Evrópumálum sem að meirihluti Íslendinga deilir. Meirihluti Íslendinga telur einfaldlega skynsamlegt að klára þessar viðræður og sjá hvað kemur út úr þeim. Og kjósa um þá niðurstöðu. Ef að aðrir flokkar ætla að láta Samfylkingunni einni eftir að hafa þessa afstöðu. Þá verða það mikil forréttindi í kosningabaráttunni."Finnst þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi útilokað samstarf við Samfylkinguna eftir kosningar í ljósi afstöðu landsfundar og yfirlýsinga formanns flokksins? „Í stjórnmálum eiga menn að forðast að útiloka hluti fyrirfram, en yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins um að slíta viðræðum við Evrópusambandið komu mér mjög á óvart. Því það er ekki að sjá að í landsfundarályktun flokksins sé uppi nein krafa um það. Hvað fyrir honum vakir að ganga lengra í þessu efni átta ég mig ekki á. Það er skylda forystumanna á örlagastundu í lífi þjóðar, eins og við erum stödd á, að kanna til þrautar þá valkosti sem þjóðin á út úr vanda sínum. Það er algjörlega ábyrgðarlaust af formanni Sjálfstæðisflokksins að vilja slíta þeirri könnun áður en það er komin niðurstaða í hana. Það er einfaldlega skylda okkar að kanna það til þrautar."Fyrsti valkostur hlýtur að vera stjórn til vinstri Hvað með yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar á nýlegum flokksstjórnarfundi þar sem hún lagði áherslu á að beita sér gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn og að því er virtist vildi útiloka samstarf við þann flokk. Finnst þér slæmt að formaður Samfylkingarinnar tali með þessum hætti? „Formaður Samfylkingarinnar á náttúrulega bara að segja hug sinn og ég held að það sé ríkur vilji til þess innan Samfylkingarinnar að halda áfram samstarfi um norræna velferðarstjórn eins og við höfum verið í. Hvort að niðurstöður kosninganna verði með þeim hætti að það verði mögulegt að halda því áfram að óbreyttu, það verður að koma í ljós. Þá verða menn bara að meta þá stöðu sem er uppi. Okkar fyrsti valkostur hlýtur að vera stjórn til vinstri. Ég segi eins og Jens Stoltenberg sagði á fundi uppi í Háskóla Íslands eitt sinn, ef við sigrum í kosningum þá stjórnum við og ef hægri menn sigra, þá stjórna þeir. Það er hinn eðlilegi gangur hlutanna, en maður á ekki að útiloka neitt í pólitík."Nýleg skoðanakönnun sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36 prósent fylgi. Er þá ekki mjög óskynsamlegt að útiloka samstarf við þann flokk? „Brennt barn forðast eldinn og við í Samfylkingunni höfum ekki góða reynslu af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn mælist gjarnan með meira fylgi í könnunum en hann fær í kosningum og ég hef fulla trú á því að stjórnarflokkarnir muni sækja talsvert í sig veðrið fram að kosningum."Sérðu eitthvað annað stjórnarsamstarf í kortunum þar sem stjórnarflokkarnir eru að mælast með jafn lítið fylgi, þrátt fyrir ótvíræðan árangur í efnahagsmálum? „Þær ákvarðanir munu byggja á úrslitum kosninganna en mér er það ekkert launungarmál, rétt eins og mér þykir mikilvægt að þessar norrænu velferðaráherslur séu í fyrirrúmi, þá hefði að ósekju áherslur okkar í atvinnumálum mátt vega þyngra í núverandi stjórnarsamstarfi. Og ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir félagshyggjufólk í landinu að sýna það og sanna að það geti jafnvel frekar en hægriöflin verið framsækin í atvinnumálum og nýsköpun."Hverjar verða stóru áskoranir næsta kjörtímabils? Við höfum ál, sjávarúveg og ferðaþjónustu sem þrjár stærstu stoðir atvinnulífsins, þegar hlutfall þeirra af vergri landsframleiðslu er skoðað. Þarf ekki að auka hlutdeild hugverkagreina í landsframleiðslunni? „Í fyrsta lagi eru þeir bestir að byggja upp sem eru búnir að taka til. Í uppbyggingunni verður mjög mikilvægt að brjótast út úr gjaldeyrishöftunum og auka þjóðartekjurnar einmitt með þeim hætti sem þú vísar til, en ekki síður með þeim gríðarlegu tækifærum sem eru í græna hagkerfinu og einmitt norræna samvinnan er að vinna í. Sá geiri í heiminum er að vaxa hraðast. Þar er verðmætasköpunin að aukast mest og störfum mest að fjölga. Þess vegna eigum við afdráttarlaust mestu sóknarfærin í græna hagkerfinu og í orkuframleiðslu, en einnig mörgum öðrum sviðum sem byggja á þekkingu." thorbjorn@365.is
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira