Frakkinn Samir Nasri hefur miklar áhyggjur að miðjuspili liðsins eftir sigurinn nauma á íslenska landsliðinu.
"Við skiljum eftir risastór svæði með því leikkerfi sem við spilum. Það er alls ekki nægilega góð dekkning á miðsvæðinu," sagði Nasri.
"Ísland fann holur til þess að fara í gegnum. Við þurfum að finna jafnvægi í liðinu ef við ætlum að spila þetta kerfi aftur. Það verður erfitt að koma til baka á EM ef við byrjum leiki eins og við gerðum gegn Íslandi."
Frakkland vann leikinn 3-2 þó svo það hafi verið 0-2 undir í hálfleik.
"Byrjun leiksins var slæm og við vorum þungir. Við sýndum samt mikinn styrk með því að koma til baka."
Nasri segir að Ísland hafi fundið veikleika franska liðsins

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn



Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


„Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“
Enski boltinn

Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn