Innlent

„Aldrei grunnur að neins konar sátt“

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir
„Mér sýnist augljóst að þau atriði sem fjórmenningarnir hafa komið sér saman um í greinargerð sinni geti aldrei orðið grunnur að neins konar „sátt“ um þetta mál, að minnsta kosti ekki innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Ólína Þorvarðardóttir við fyrirspurn Fréttablaðsins.

„Ég trúi því seint að Samfylkingin muni víkja frá jafnræðis- og atvinnufrelsiskröfunni sem stefna okkar í sjávarútvegsmálum byggir á og stjórnarsáttmálinn staðfestir. Krafan um vaxandi og öflugan, opinn leigumarkað með aflaheimildir er í mínum huga ófrávíkjanleg. Ég mun heldur aldrei sætta mig við að komið verði á sams konar gjafakvótakerfi í uppsjávar- og úthafsveiðum og því sem nú er við lýði í botnfiskveiðum, eins og mér sýnast tillögur hópsins gera ráð fyrir,“ segir Ólína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×