Innlent

Drukkinn og dópaður olli árekstri

Um klukkan níu í morgun varð árekstur í Kópavogi þar sem ökumaðurinn var grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn farþegi var fluttur í sjúkrabifreið á slysadeild og bifreiðin flutt af vettvangi með kranabifreið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð vegna rannsóknar málsins og vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×