Mikið tjón á Norðausturlandi - leit heldur áfram í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. september 2012 14:15 Ljóst að tjónið er mikið. Almannarvarnarástandi var aflétt á Norðausturlandi seint í gærkvöldi. Leit stendur þó enn yfir að fé. Ríkislögreglustjóri aflétti í gærkvöldi neyðarstigi almannavarna sem lýst hafði verið yfir í umdæmi lögreglustjórans á Húsavík á þriðjudaginn vegna björgunaraðgerða sem farið var í eftir veðuráhlaupið á norðanverðu landinu. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á svæðinu og enn stendur yfir leit að fé. „Núna tekur bara við leit og björgun bænda sjálfra og annarra manna og björgunarsveita sem að náttúrulega halda áfram þessari vinnu og klára hana," segir Hreiðar Hreiðarsson varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík. Hann segir ljóst að leitað verði áfram einhverjar daga í viðbót. „Leit heldur áfram í dag og næstu daga að öllu því fé sem að eftir er. Það er eitthvað af fé á fjöllum en aðstæður náttúrulega orðnar aðrar en þegar almannavarnarástandinu var lýst yfir. Það tekur einhverja daga að klára þessa yfirferð alla," segir Hreiðar. Hann segir erfitt að segja til um hversu margar kindur séu enn á fjöllum. „Það voru einhverjar tölur uppi um það í gær að á Þeistareykjasvæði væri hugsanlega svona fjórðungur eftir af því sem að menn töldu að hefði verið setta á fjall í sumar." Hann segir að síðustu þrjá daga hafi verið leitað í súld og þoku og að leitin hafi verið barningur. Hann segir fjölmarga hafa komið að leitinni og mikið mætt á bændum. „Það eru margir orðnir þreyttir og hafa gengið held ég algjörlega fram af sér margir hverjir. Það er sama menn halda áfram og nudda við þetta og hafa til þess náttúrulega hjálp annarra til þess að halda verkinu áfram," segir Hreiðar Hreiðarsson. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Almannarvarnarástandi var aflétt á Norðausturlandi seint í gærkvöldi. Leit stendur þó enn yfir að fé. Ríkislögreglustjóri aflétti í gærkvöldi neyðarstigi almannavarna sem lýst hafði verið yfir í umdæmi lögreglustjórans á Húsavík á þriðjudaginn vegna björgunaraðgerða sem farið var í eftir veðuráhlaupið á norðanverðu landinu. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á svæðinu og enn stendur yfir leit að fé. „Núna tekur bara við leit og björgun bænda sjálfra og annarra manna og björgunarsveita sem að náttúrulega halda áfram þessari vinnu og klára hana," segir Hreiðar Hreiðarsson varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík. Hann segir ljóst að leitað verði áfram einhverjar daga í viðbót. „Leit heldur áfram í dag og næstu daga að öllu því fé sem að eftir er. Það er eitthvað af fé á fjöllum en aðstæður náttúrulega orðnar aðrar en þegar almannavarnarástandinu var lýst yfir. Það tekur einhverja daga að klára þessa yfirferð alla," segir Hreiðar. Hann segir erfitt að segja til um hversu margar kindur séu enn á fjöllum. „Það voru einhverjar tölur uppi um það í gær að á Þeistareykjasvæði væri hugsanlega svona fjórðungur eftir af því sem að menn töldu að hefði verið setta á fjall í sumar." Hann segir að síðustu þrjá daga hafi verið leitað í súld og þoku og að leitin hafi verið barningur. Hann segir fjölmarga hafa komið að leitinni og mikið mætt á bændum. „Það eru margir orðnir þreyttir og hafa gengið held ég algjörlega fram af sér margir hverjir. Það er sama menn halda áfram og nudda við þetta og hafa til þess náttúrulega hjálp annarra til þess að halda verkinu áfram," segir Hreiðar Hreiðarsson.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira