Lífið

Dorrit kom villuráfandi hundi til bjargar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dorrit er mikil hundakona.
Dorrit er mikil hundakona.
Dorrit Mousaieff forsetafrú kom hundinum Sesar til bjargar þegar hún og Ólafur Ragnar voru stödd í Garðabæ á dögunum. Hundurinn slapp einhvern veginn út af heimili í Garðabæ og ráfaði þaðan sem leið lá að Garðatorgi fyrir utan verslun Hagkaupa . Vildi þá svo vel til að forsetafrúin sjálf, frú Dorrit Moussaieff var þar stödd í erindagjörðum og Ólafur Ragnar maður hennar einnig. Hann beið í forsetabílnum.

Samkvæmt frásögn Víkurfrétta varð Dorrit hundsins vör og sér að hann er þarna einn og yfirgefinn, en Sesar er af gerðinni chihuahua. Hún bregður því á það ráð að taka bara hundinn með sér heim á Bessastaði enda enginn eigandi nálægur og honum augljóslega brugðið.

Ellert Magnason eigandi hundsins, er á meðan þessu öllu stendur staddur í Vestmannaeyjum að spila golf. Hann fékk þá símtal á meðan á leik stóð en símanúmer hans er ritað á nafnspjald hundsins. Þegar Ellert svarar símanum bregður honum því að hinu megin á línunni er enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem tilkynnir honum að hann sé með hundinn og bíður honum að sækja hann á Bessastaði.

Ingunn Yngvadóttir, eiginkona Ellerts og hinn eigandi Sesars, segir við Víkurfréttir að atburðarrásin hafi verið eins og í lygasögu. Hún er forsetahjónunum þó afskaplega þakklát, því hundurinn hefði getað farið sér að voða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.