Enski boltinn

Capello: Röng ákvörðun að taka fyrirliðabandið af Terry

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir að vita hvort Terry muni gefa kost á sér í næsta landsliðshóp Englands.
Knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir að vita hvort Terry muni gefa kost á sér í næsta landsliðshóp Englands. Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur lýst sig andvígan ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að taka fyrirliðabandið af John Terry. Þetta kemur fram í viðtali Capello við ítalska ríkisfjölmiðilinn RAI.

„Ég hef rætt málið við stjórnarformann enska knattspyrnusambandsins og sagt mína skoðun, þ.e. að ekki sé rétt að refsa John Terry fyrr en dómstólar hafa tekið hans mál fyrir," sagði Capello.

Þetta er í annað skiptið á tveimur árum sem Terry er sviptur fyrirliðabandinu. Í fyrra skiptið var það hegðun Terry utan vallar sem varð til þess að hann þótti ekki hæfur til þess að leiða landa sína út á völlinn.

Enska knattspyrnusambandið hefur neitað að bregðast við ummælum Capello. Ítalinn er væntanlegur á fund með forráðamönnum sambandisns í höfuðstöðvum þess í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×