Innlent

100 milljónir króna í Sandvíkursetur á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sandvíkursetrið á Selfossi tekur nú formlega til starfa eftir undirritun samningsins í dag. Hér staðfestir Eyþór samninginn með handabandi við Ásmund Sverrir Pálsson frá Fræðsluneti Suðurlands (t.v.) og Sigurð Sigursveinsson, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands. Með þeim eru starfsmenn og embættismenn frá Árborg.
Sandvíkursetrið á Selfossi tekur nú formlega til starfa eftir undirritun samningsins í dag. Hér staðfestir Eyþór samninginn með handabandi við Ásmund Sverrir Pálsson frá Fræðsluneti Suðurlands (t.v.) og Sigurð Sigursveinsson, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands. Með þeim eru starfsmenn og embættismenn frá Árborg. Ljósmynd/Magnús Hlynur
Í dag var undirritaður samningur Sveitarfélagsins Árborgar og Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands um leigu þeirra á Sandvíkursetri á Selfoss. Um er að ræða fræðslusetur þar sem fjölbreytt starfsemi verður í 1620 fermetra húsnæði.

Auk Fræðslunetsins og Háskólafélagsins verður Markaðsstofa Suðurlands, Réttargæslumaður fatlaðra á Suðurlandi og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands m.a. í húsinu. Um er að ræða 10 ára leigusamning. Fram kom í máli Eyþórs Arnalds, formanns bæjarráðs Árborgar að sveitarfélagið munu leggja 100 milljónir króna í endurbætur á húsinu en húsið þjónaði áður starfsemi Vallaskóla á Selfossi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×