Vék sæti vegna vanhæfis í Icesave-málinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. september 2012 21:02 Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag. Dómarar EFTA-dómstólsins í Lúxemborg eru skipaðir fulltrúum EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein.Páll Hreinsson dæmir í málinu Starfandi aðaldómarar við dómstólinn eru þeir Carl Baudenbacher, frá Liechtenstein, Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi frá Íslandi og Per Christiansen, frá Noregi. Í EFTA-dómstólinn veljast gjarnan hæfustu dómarar og fræðimenn EFTA-ríkjanna. Páll Hreinsson mun ekki víkja sæti enda þurfa dómarar við dómstólinn ítrekað að dæma í málum eigin þjóðríkja. Per Christansen sagði sig frá málinu vegna vanhæfis, en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er það vegna greinar sem hann skrifaði um málið í norska dagblaðið Aftenposten. Ola Mestad, setudómari við dómínn og prófessor við Oslóarháskóla, hefur tekið sæti hans.Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi, er dómari við EFTA-dómstólinn. Páll, sem er fyrrum prófessor og forseti lagadeildar HÍ, gat sér gott orð sem einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Páll dæmir í málinu gegn Íslandi, enda þurfa dómararnir við dómstólinn reglulega að dæma í málum sem varða eigin þjóðríki.Málið verður flutt næstkomandi þriðjudag, 18. september, klukkan 8 að morgni að íslenskum tíma og á máflutningur að taka 4-5 klukkustundir. Engin tímamörk eru sett eftir að málið er dómtekið, en miðað við önnur samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum ætti niðurstaða að liggja fyrir eftir 2 - 3 mánuði. Enski lögmaðurinn Tim Ward flytur málið fyrir hönd Íslands, en auk Ward eru 7 sérfræðingar í teyminu sem fer til Lúxemborgar. Í málinu er eingöngu tekist á um meint samningsbrot Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, krefst viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið EES-samninginn þar sem stjórnvöld hafi ekki tryggt að sparifjáreigendur á Icesave í Hollandi og Bretlandi gætu ekki gengið að lágmarkstrygginu, 20.887 evrum, þegar Landsbankinn féll. Ekki er tekist á um fjárhæðir eða meinta skaðabótaskyldu íslenska ríkisins. Þannig að í raun gerist ekkert fyrst um sinn ef Ísland tapar málinu. Ísland þarf síðar að efna skyldu sína ef það telst hafa brotið gegn tilskipun 94/19 og EES-samningnum. Kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna vaxtakostnaðar hollenskra og breskra stjórnvalda, þegar og ef Ísland yrði dæmt um að hafa sýnt af sér vanrækslu, þyrfti að setja fram í máli gegn íslenska ríkinu, en heimavarnarþing íslenska ríkisins er Héraðsdómur Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Dómari skipaður af Norðmönnum vék sæti í EFTA-dómstólnum í samningsbrotamáli gegn Íslandi vegna greinar sem hann skrifaði um innistæðutryggingar í norska dagblaðið Aftenposten. Búast má við að dómur í málinu liggi fyrir innan 3 mánaða, en málið verður flutt fyrir dómstólnum á þriðjudag. Dómarar EFTA-dómstólsins í Lúxemborg eru skipaðir fulltrúum EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein.Páll Hreinsson dæmir í málinu Starfandi aðaldómarar við dómstólinn eru þeir Carl Baudenbacher, frá Liechtenstein, Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi frá Íslandi og Per Christiansen, frá Noregi. Í EFTA-dómstólinn veljast gjarnan hæfustu dómarar og fræðimenn EFTA-ríkjanna. Páll Hreinsson mun ekki víkja sæti enda þurfa dómarar við dómstólinn ítrekað að dæma í málum eigin þjóðríkja. Per Christansen sagði sig frá málinu vegna vanhæfis, en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er það vegna greinar sem hann skrifaði um málið í norska dagblaðið Aftenposten. Ola Mestad, setudómari við dómínn og prófessor við Oslóarháskóla, hefur tekið sæti hans.Páll Hreinsson, hæstaréttardómari í leyfi, er dómari við EFTA-dómstólinn. Páll, sem er fyrrum prófessor og forseti lagadeildar HÍ, gat sér gott orð sem einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Páll dæmir í málinu gegn Íslandi, enda þurfa dómararnir við dómstólinn reglulega að dæma í málum sem varða eigin þjóðríki.Málið verður flutt næstkomandi þriðjudag, 18. september, klukkan 8 að morgni að íslenskum tíma og á máflutningur að taka 4-5 klukkustundir. Engin tímamörk eru sett eftir að málið er dómtekið, en miðað við önnur samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum ætti niðurstaða að liggja fyrir eftir 2 - 3 mánuði. Enski lögmaðurinn Tim Ward flytur málið fyrir hönd Íslands, en auk Ward eru 7 sérfræðingar í teyminu sem fer til Lúxemborgar. Í málinu er eingöngu tekist á um meint samningsbrot Íslands samkvæmt EES-samningnum vegna tilskipunar 94/19 um innistæðutryggingar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, krefst viðurkenningar á því að Ísland hafi brotið EES-samninginn þar sem stjórnvöld hafi ekki tryggt að sparifjáreigendur á Icesave í Hollandi og Bretlandi gætu ekki gengið að lágmarkstrygginu, 20.887 evrum, þegar Landsbankinn féll. Ekki er tekist á um fjárhæðir eða meinta skaðabótaskyldu íslenska ríkisins. Þannig að í raun gerist ekkert fyrst um sinn ef Ísland tapar málinu. Ísland þarf síðar að efna skyldu sína ef það telst hafa brotið gegn tilskipun 94/19 og EES-samningnum. Kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna vaxtakostnaðar hollenskra og breskra stjórnvalda, þegar og ef Ísland yrði dæmt um að hafa sýnt af sér vanrækslu, þyrfti að setja fram í máli gegn íslenska ríkinu, en heimavarnarþing íslenska ríkisins er Héraðsdómur Reykjavíkur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira