Innlent

Björgunarsveitamenn á um 20 bílum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn gera sig klára fyrir verkefni dagsins.
Björgunarsveitamenn gera sig klára fyrir verkefni dagsins.
Um 20 breyttum björgunarbílum, snjóbíl, fjölmörgum fjórhjólum og snjósleðum hafði verið safnað saman við björgunarmiðstöð Garðars við Húsavíkurhöfn í morgun. Þar voru björgunarsveitamenn af öllu Norðurlandi samankomnir. Verkefni dagsins er að sjálfsögðu að bjarga því fé úr fönn sem bjargað verður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þúsundir fjár á Þeistareykjasvæðinu einu saman.

Eins og greint var frá í gær var neyðarástandi lýst yfir. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis, auk þess sem enn er rafmagnslaust víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×