Töluverð röskun á slátrun - féð enn fast í fönn Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. september 2012 10:58 Hér er verið að grafa eina kindina upp úr fönn. Töluverð röskun verður í slátrun hjá Norðlenska vegna fannfergisins fyrir norðan, en talið er að um 12 þúsund fjár séu fastar í fönn. „Við vorum svona að komast upp í full afköst í slátrun þegar þetta gerðist og vorum með lítið í húsi í gær," segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann segir að það hafi ekki verið hægt að byrja störf fyrr en eftir hádegi í gær Sigmundur segir þó að svo vel vilji til að yfirleitt sé byrjað að smala í Mývatnssveit og á hærri stöðum. „Þannig að við vorum búin að sækja töluvert af fé upp í Mývatnssveit," segir Sigmundur. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu því féð fær sjokk í þessu veðri og það þarf að ná sér eftir svona áföll," segir hann. Það er því ljóst að ekki er hægt að slátra fénu um leið og það kemur af fjalli. „Ég held að bændur hafi það mikla þekkingu á þessu að þeir muni setja féð á einhver tún eða þar sem þeir hafa einhverja beit," segir Sigmundur. Hins vegar hafi verið svo miklir þurrkar að það sé erfitt að finna beitarlendi. Sigmundur segir þó ekki vera algera vinnustöðvun í gangi þrátt fyrir skakkaföllin. Féð sé tekið af mjög stóru svæði og von sé á um 900 fjár frá Austurlandi, svæðinu í kringum Egilsstaði. „En þetta raskar og það er bagalegt af þvi að það var búið að raða 2000 fjár á hvern einasta dag í slátrun næstu tvo mánuði og það riðlast náttúrlega allt," segir Sigmundur. Menn þurfi því að vinna einhverja frídaga á næstunni. „Þetta er óvanalegt ástand," segir Sigmundur og bætir því við að menn hafi ekki verið á varðbergi vegna þess hve góð haustin hafa verið undanfarin ár. „Ég man ekki eftir öðru eins síðan ég byrjaði í þessum sláturgeira," segir Sigmundur, en hann hefur unnið við slátrun frá árinu 2000. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Töluverð röskun verður í slátrun hjá Norðlenska vegna fannfergisins fyrir norðan, en talið er að um 12 þúsund fjár séu fastar í fönn. „Við vorum svona að komast upp í full afköst í slátrun þegar þetta gerðist og vorum með lítið í húsi í gær," segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann segir að það hafi ekki verið hægt að byrja störf fyrr en eftir hádegi í gær Sigmundur segir þó að svo vel vilji til að yfirleitt sé byrjað að smala í Mývatnssveit og á hærri stöðum. „Þannig að við vorum búin að sækja töluvert af fé upp í Mývatnssveit," segir Sigmundur. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu því féð fær sjokk í þessu veðri og það þarf að ná sér eftir svona áföll," segir hann. Það er því ljóst að ekki er hægt að slátra fénu um leið og það kemur af fjalli. „Ég held að bændur hafi það mikla þekkingu á þessu að þeir muni setja féð á einhver tún eða þar sem þeir hafa einhverja beit," segir Sigmundur. Hins vegar hafi verið svo miklir þurrkar að það sé erfitt að finna beitarlendi. Sigmundur segir þó ekki vera algera vinnustöðvun í gangi þrátt fyrir skakkaföllin. Féð sé tekið af mjög stóru svæði og von sé á um 900 fjár frá Austurlandi, svæðinu í kringum Egilsstaði. „En þetta raskar og það er bagalegt af þvi að það var búið að raða 2000 fjár á hvern einasta dag í slátrun næstu tvo mánuði og það riðlast náttúrlega allt," segir Sigmundur. Menn þurfi því að vinna einhverja frídaga á næstunni. „Þetta er óvanalegt ástand," segir Sigmundur og bætir því við að menn hafi ekki verið á varðbergi vegna þess hve góð haustin hafa verið undanfarin ár. „Ég man ekki eftir öðru eins síðan ég byrjaði í þessum sláturgeira," segir Sigmundur, en hann hefur unnið við slátrun frá árinu 2000.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira