Enski boltinn

Bale: Við erum komnir aftur í gang

Bale á ferðinni í dag.
Bale á ferðinni í dag.
Gareth Bale, vængmaður Tottenham, var himinlifandi með stigin þrjú sem Tottenham fékk gegn Swansea í dag. Sigurinn kom Spurs upp að hlið Arsenal á töflunni.

"Swansea hefur verið að standa sig frábærlega í vetur og þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir. Við sýndum samt hvað í okkur býr," sagði Bale kátur.

"Þegar við gátum sótt þá sóttum við af krafti og skoruðum mörkin sem við þurftum. Okkur líður eins og við séum aftur komnir á skrið og vonandi verðum við á fínni siglingu allt til enda leiktíðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×