Íslandsmeistarar í kaffigerð á leiðinni á heimsmeistaramót 4. apríl 2012 10:15 Finnbogi Fannar Kjeld, Jónína S. Tryggvadóttir og Jan-Fredrik Winter eru á leiðinni til Austurríkis á heimsmeistaramót. myndir/Gunnar Sturla Ágústuson Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/ Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira