Íslandsmeistarar í kaffigerð á leiðinni á heimsmeistaramót 4. apríl 2012 10:15 Finnbogi Fannar Kjeld, Jónína S. Tryggvadóttir og Jan-Fredrik Winter eru á leiðinni til Austurríkis á heimsmeistaramót. myndir/Gunnar Sturla Ágústuson Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Finnbogi Fannar Kjeld, 20 ára, kaffibarþjónn hjá Kaffitári, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, Jónína S. Tryggvadóttir, 30 ára, meðeigandi Kaffibílsins ehf. Íslandsmeistari í fagsmökkun og Jan-Fredrik Winter, 27, yfirmaður Íslensku Kaffistofunnar og Íslandsmeistari í kaffigerð keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna sem fram fer í Vínarborg í Austurríki 12. - 15. júní. Hvernig kom það til að þið takið þátt í keppninni?Finnbogi: Ég tók þátt í innanhúsmóti Kaffitárs og stóð uppi sem sigurvegari, þá hugsaði ég með sjálfum mér að það gæti nú verið sniðugt að láta reyna á Íslandsmótið.Jónína: Ég hef lengi haft mjög mikinn áhuga á kaffi. Ég hef verið kaffibarþjónn í mörg ár og hef tekið þátt í ýmsum keppnum tengdum kaffi. Þegar ég tek þátt í keppni þá kafa ég dýpra ofan í það sem felst í viðkomandi keppni. Að taka þátt í kaffikeppni er fyrir mér ákveðið lærdómsferli og verður til þess að maður verði fróðari og betri á tilteknu sviði.Jan-Fredrik: Langt síðan ég hef keppt og fannst kominn tími til að brýna keppnishliðina en ég hef áður dæmt í keppnunum.Segið okkur stuttlega frá keppninni og ykkar framlagi?Finnbogi: Keppendur hafa 15 mínútur til að bera fram 4 expressó, 4 cappuccino og 4 frjálsa drykki. Á meðan eru dómarar að dæma hverja einustu aðgerð og allt sem þú segir varðandi kaffið er skráð niður og verður að sjálfsögðu að skila sér í bollanum. Ég notaði kaffi frá Keníu sem Kaffitár býður upp á, ristað ljósar en venjulega. Það skilaði sér í virkilega björtum og sýrnisháum bolla sem var líkara því að vera í berjamó en að drekka kaffi.Jónína: Keppnin fer þannig fram að hver keppandi smakkar þrjá kaffibolla, af þeim þremur eru tveir bollar með sömu kaffitegundinni en þriðji bollinn er frábrugðinn hinum tveimur. Keppandinn þarf að finna hvaða bolli er frábrugðinn hinum tveimur. Þetta er endurtekið átta sinnum. Sá keppandi sem er með flesta bolla rétta á sem skemmstum tíma kemst áfram í næstu umferð en umferðirnar eru þrjár alls. Skynfærin þurfa að vera í lagi og bragðlaukarnir þurfa að vera vel vakandi. Það er síðan mjög spennandi þegar kaffibollunum er lyft upp í lokin en þá kemur í ljós hvort keppandinn hafi valið réttan bolla eður ei.Jan-Fredrik: Íslandsmótið í kaffigerð snýst um að handbrugga kaffi. Það er frjálst val um aðferð en eina raftækið sem má nota er hraðsuðuketill eða álíka tæki sem hitar vatnið. Handbrugga þarf þrjú sett af kaffi í tveimur lotum. Í fyrri lotunni er kaffið blindsmakkað en í seinni lotunni þarf að útskýra kaffið, aðferðina og handbragðið fyrir framan dómarana. Ég vil líka benda öllum á Kaffibarþjónafélag Íslands en án þeirra væri erfiðara að komast áfram í þessu fagi. Félagið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem viðkomandi vinnur með kaffi eða bara neytir þess. Ég hvet alla til að tékka á þeim ef eitthvað kemur upp á hvort sem það er viðburður, kennsla eða bara ein almenn spurning.Hér má sjá linka að keppnunum ásamt kaffibarþjónafélaginu:https://worldbaristachampionship.org/https://www.worldbrewerscup.org/https://www.worldcuptasters.org/https://kaffibarthjonafelag.is/
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira