Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 12:07 Fjöldi var mættur á opnun sýningar á föstudag. Hakk gallery Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf. Í tilkynningu um sýninguna kom fram að þannig sýni hún hvernig hönnuðir geta notað sína sérþekkingu og hugvit til þess að tengja saman, með jákvæðum formerkjum, handverksmenn og iðnfyrirtæki, svo úr verða töfrandi lausnir, ferlar og gripir. Johanna Seelemann útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og frá Design Academy Eindhoven 2019. Johanna hefur áður sýnt í Victoria & Albert Museum, Hönnunarsafninu í London, textílsafninu í Tilburg, Hönnunarsafninu í Helsinki, auk þess að hljóta tilnefningu til Ralph Saltzman verðlaunanna og komast á lista Dezeen yfir mest spennandi ungu hönnuðina árið 2023. Verkin hanga og standa víða um salinn. Marino Thorlacius Íspan-Glerborg hefur verið starfrækt í yfir 50 ár og framleiðir fjölbreytt gler fyrir byggingar. „Þar sem náttúruleg steinefni eru uppistaðan í gleri má segja að allur afskurður sem fellur til í ferlinu sé hráefni sem auðvelt er að gefa nýtt líf. Íspan-Glerborg leggur áherslu á að blása nýju lífi í afskurðinn sem fellur til í framleiðslunni og endurspeglast það í verkefninu Vitrum,“ segir í tilkynningunni. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember í HAKK gallery. HAKK er þverfaglegur vettvangur hönnunar sem er ætlað að skapa frjóan jarðveg fyrir handverk og smáframleiðslu. HAKK heldur nokkrar sýningar á ári þar sem hver og ein sýning hefur skýra stefnu, áherslu á efni, aðferð og hugmyndafræði. Ljóslistaverk Johönnu Seeleman. Hakk gallery Nánar um Vitrum Vitrum er röð glerverka sem sprettur upp úr ófullkomnum efnis- og endurvinnsluferlum hérlendis. Hver munur er búinn til úr glerbrotum og afskurði sem fellur til við framleiðslu. Brotin eru brædd og endurmótuð, og sækja lögun sína í nákvæmni handverksmannsins og ófyrirsjáanleika fljótandi efnis. Í samstarfi við glerblásarann Anders Vange hjá Reykjavík Glass og Hildiberg lýsingarstúdíó hefur hönnuðurinn Johanna Seelemann þróað form þar sem andrúmsloftið fær að seytla inn. Litlar loftbólur, hárfínar ójöfnur og lekandi áferð - það sem væru alla jafna kallaðir vankantar - verða hins vegar að lykileinkennum hvers verks. Glerið er parað við kolaðan við sem minnir á sviðin verkfærin sem glerblásarar nota til að móta og ferja glóðheitan efnivið sinn. Sýningin er opin þar til í nóvember. Hakk gallery Gler sem fellur til á Íslandi er yfirleitt urðað og má því segja að sé vannýtt uppspretta hráefnis. Verkin á sýningunni eru sköpuð með ferli sem má auðveldlega endurtaka og bera vitni um að skapa megi nýja, einstaka muni úr afgangsgleri. Hver munur, hvort sem hann er vasi eða hilla, heldur efnafræðilegum hreinleika glersins og tryggir þannig að munina má endurvinna í framtíðinni, jafnvel þótt þeir séu hver og einn eigulegur safngripur. Gagnsæi verður skýjað; sléttir, felldir fletir ummyndast í áferðarríkar samsetningar lofts og ljóss. Breytileikinn er ríkjandi og vitnar um samstarf efnis og skapara. Þetta samtal - milli aðhalds og ráðsnilldar, milli hendingar og ætlunar - segir fyrir um einkenni hvers hlutar. Vitrum er í senn óður til varðveislu og umbreytingar. Vitrum er sett upp af HAKK Gallerý með stuðningi Hönnunarsjóðs, Handverks og hönnunar og Íspan Glerborgar. Hver munur er einstakur og númeraður og aðeins til sölu hjá galleríinu. Menning Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í tilkynningu um sýninguna kom fram að þannig sýni hún hvernig hönnuðir geta notað sína sérþekkingu og hugvit til þess að tengja saman, með jákvæðum formerkjum, handverksmenn og iðnfyrirtæki, svo úr verða töfrandi lausnir, ferlar og gripir. Johanna Seelemann útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og frá Design Academy Eindhoven 2019. Johanna hefur áður sýnt í Victoria & Albert Museum, Hönnunarsafninu í London, textílsafninu í Tilburg, Hönnunarsafninu í Helsinki, auk þess að hljóta tilnefningu til Ralph Saltzman verðlaunanna og komast á lista Dezeen yfir mest spennandi ungu hönnuðina árið 2023. Verkin hanga og standa víða um salinn. Marino Thorlacius Íspan-Glerborg hefur verið starfrækt í yfir 50 ár og framleiðir fjölbreytt gler fyrir byggingar. „Þar sem náttúruleg steinefni eru uppistaðan í gleri má segja að allur afskurður sem fellur til í ferlinu sé hráefni sem auðvelt er að gefa nýtt líf. Íspan-Glerborg leggur áherslu á að blása nýju lífi í afskurðinn sem fellur til í framleiðslunni og endurspeglast það í verkefninu Vitrum,“ segir í tilkynningunni. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember í HAKK gallery. HAKK er þverfaglegur vettvangur hönnunar sem er ætlað að skapa frjóan jarðveg fyrir handverk og smáframleiðslu. HAKK heldur nokkrar sýningar á ári þar sem hver og ein sýning hefur skýra stefnu, áherslu á efni, aðferð og hugmyndafræði. Ljóslistaverk Johönnu Seeleman. Hakk gallery Nánar um Vitrum Vitrum er röð glerverka sem sprettur upp úr ófullkomnum efnis- og endurvinnsluferlum hérlendis. Hver munur er búinn til úr glerbrotum og afskurði sem fellur til við framleiðslu. Brotin eru brædd og endurmótuð, og sækja lögun sína í nákvæmni handverksmannsins og ófyrirsjáanleika fljótandi efnis. Í samstarfi við glerblásarann Anders Vange hjá Reykjavík Glass og Hildiberg lýsingarstúdíó hefur hönnuðurinn Johanna Seelemann þróað form þar sem andrúmsloftið fær að seytla inn. Litlar loftbólur, hárfínar ójöfnur og lekandi áferð - það sem væru alla jafna kallaðir vankantar - verða hins vegar að lykileinkennum hvers verks. Glerið er parað við kolaðan við sem minnir á sviðin verkfærin sem glerblásarar nota til að móta og ferja glóðheitan efnivið sinn. Sýningin er opin þar til í nóvember. Hakk gallery Gler sem fellur til á Íslandi er yfirleitt urðað og má því segja að sé vannýtt uppspretta hráefnis. Verkin á sýningunni eru sköpuð með ferli sem má auðveldlega endurtaka og bera vitni um að skapa megi nýja, einstaka muni úr afgangsgleri. Hver munur, hvort sem hann er vasi eða hilla, heldur efnafræðilegum hreinleika glersins og tryggir þannig að munina má endurvinna í framtíðinni, jafnvel þótt þeir séu hver og einn eigulegur safngripur. Gagnsæi verður skýjað; sléttir, felldir fletir ummyndast í áferðarríkar samsetningar lofts og ljóss. Breytileikinn er ríkjandi og vitnar um samstarf efnis og skapara. Þetta samtal - milli aðhalds og ráðsnilldar, milli hendingar og ætlunar - segir fyrir um einkenni hvers hlutar. Vitrum er í senn óður til varðveislu og umbreytingar. Vitrum er sett upp af HAKK Gallerý með stuðningi Hönnunarsjóðs, Handverks og hönnunar og Íspan Glerborgar. Hver munur er einstakur og númeraður og aðeins til sölu hjá galleríinu.
Menning Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning