Dómurinn yfir Berlusconi mildaður samdægurs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. október 2012 18:50 Sex ára löngum réttarhöldum yfir fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, lauk í dag með sakfellingu. Berlusconi var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir skattsvik. Nær öruggt þykir að hann muni áfrýja dómnum. Berlusconi var upphaflega dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stuttu eftir að niðurstaðan var kunngjörð var dómurinn hins vegar mildaður. Berlusconi skal sæta fangelsisvist í eitt ár. Ástæðan fyrir þessu er sú að fangelsi á Ítalí eru að jafnaði yfirfull. Ákæran á hendur Berlusconi tók til kaupa á dreifingarrétti á bandarískum kvikmyndum sem keyptur var í gegnum tvö skúffufyrirtæki í hans eigu. Verðið á dreifingu myndanna var blásið upp og síðan selt aftur til Mediaset, fjölmiðlafyrirtækis Berlusconis. Hann hafi síðan ekki greitt skatt af hagnaðinum. Saksóknarar fóru fram á þriggja ára og átta mánaða fangelsisdóm yfir hinum sjötíu og sex ára gamla Berlusconi. Alls voru sakborningar í málinu ellefu. Þrír voru sýknaðir, þar á meðal stjórnarformaður Mediaset. Berlusconi og öðrum var gert að greiða rúmlega einn komma sex milljarð í tjónabætur. Berlusconi var jafnframt bannað að gegna opinberu embætti í þrjú ár. Fyrr í vikunni tilkynnti Berlusconi að hann myndi ekki sækjast eftir embætti forsætisráðherra í þingkosningum á næsta ári og að hann myndi láta af formennsku í stjórnmálaflokki sínum, Forza Italia. Nær öruggt þykir að dóminum verði áfrýjað. Því mun Berlusconi ekki þurfa að hefja afplánun á næstunni. Dóminn þarf að staðfesta á tveimur æðri dómstigum áður en Berlusconi stígur fæti inn í fangelsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berlusconi er dreginn fyrir dómstóla vegna gruns um misjafna viðskiptahætti. Hingað til hefur málunum annað hvort verið vísað frá eða fallið frá kæru vegna réttarfarslega vankanta. Þá hefur Berlusconi einnig verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við stúlku undir lögaldri og greitt henni fyrir. Hann neitar sök í málinu. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sex ára löngum réttarhöldum yfir fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, lauk í dag með sakfellingu. Berlusconi var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir skattsvik. Nær öruggt þykir að hann muni áfrýja dómnum. Berlusconi var upphaflega dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stuttu eftir að niðurstaðan var kunngjörð var dómurinn hins vegar mildaður. Berlusconi skal sæta fangelsisvist í eitt ár. Ástæðan fyrir þessu er sú að fangelsi á Ítalí eru að jafnaði yfirfull. Ákæran á hendur Berlusconi tók til kaupa á dreifingarrétti á bandarískum kvikmyndum sem keyptur var í gegnum tvö skúffufyrirtæki í hans eigu. Verðið á dreifingu myndanna var blásið upp og síðan selt aftur til Mediaset, fjölmiðlafyrirtækis Berlusconis. Hann hafi síðan ekki greitt skatt af hagnaðinum. Saksóknarar fóru fram á þriggja ára og átta mánaða fangelsisdóm yfir hinum sjötíu og sex ára gamla Berlusconi. Alls voru sakborningar í málinu ellefu. Þrír voru sýknaðir, þar á meðal stjórnarformaður Mediaset. Berlusconi og öðrum var gert að greiða rúmlega einn komma sex milljarð í tjónabætur. Berlusconi var jafnframt bannað að gegna opinberu embætti í þrjú ár. Fyrr í vikunni tilkynnti Berlusconi að hann myndi ekki sækjast eftir embætti forsætisráðherra í þingkosningum á næsta ári og að hann myndi láta af formennsku í stjórnmálaflokki sínum, Forza Italia. Nær öruggt þykir að dóminum verði áfrýjað. Því mun Berlusconi ekki þurfa að hefja afplánun á næstunni. Dóminn þarf að staðfesta á tveimur æðri dómstigum áður en Berlusconi stígur fæti inn í fangelsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berlusconi er dreginn fyrir dómstóla vegna gruns um misjafna viðskiptahætti. Hingað til hefur málunum annað hvort verið vísað frá eða fallið frá kæru vegna réttarfarslega vankanta. Þá hefur Berlusconi einnig verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við stúlku undir lögaldri og greitt henni fyrir. Hann neitar sök í málinu.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira