Enski boltinn

Redknapp: Þetta verða tveir frábærir undanúrslitaleikir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/AP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, stýrði sínum mönnum inn í undanúrslit enska bikarsins eftri 3-1 sigur á Bolton á White Hart Lane í kvöld. Tottenham mætir Chelsea í undanúrslitaleiknum á Wembley en í hinum leiknum mætast Liverpool og Everton.

„Þetta var ein af bestu frammistöðum markvarðar á tímabilinu. Ég trúði því varla sem var í gangi," sagði Harry Redknapp um Adam Bogdan sem hélt marki Bolton hreinu þar til á 74. mínútu.

„Mörkin komu á endanum og það var gott. Bolton er að bæta sig mikið og ekki síst í því að halda boltanum. Owen hefur fengið þá til að spila boltanum meira en þetta var einstefna í kvöld," sagði Redknapp.

„Þetta verða tveir frábærir undanúrslitaleikir. Lundúnaslagur og Merseyside-slagur. Það er hægt að fara að hlakka til þessarar helgar," sagði Harry Redknapp en leikirnir fara fram 14. og 15. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×