Enski boltinn

Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu

Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn  þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag.
Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Getty Images / Nordic Photos
Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London.

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins íhuga að draga lið sitt úr ensku bikarkeppninni.

Samkvæmt heimildum Daily Mirror eru forráðamenn Bolton í vafa um hvort það eigi að leggja það á leikmenn liðsins að fara til London á ný og leika gegn Tottenham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Muamba missti meðvitund og hneig niður á leikvöllinn rétt undir lok fyrri hálfleiks. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað og var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknum tókst að fá hjarta hans til þess að slá á ný.

Forráðamenn Bolton hafa ákveðið að senda alla leikmenn liðsins í ítarlega hjartaskoðun í kjölfar atburðarins. Muamba fór í slíka skoðun ásamt öllum leikmönnum Bolton í upphafi keppnistímabilsins. Engar vísbendingar um hjartagalla komu út úr þeirri skoðun hjá Muamba.

Stuðningsmenn og leikmenn flestra liða á Englandi hafa sent kveðju með einum eða öðrum hætti til Muamba sem hefur leikið með enska U21- árs landsliðinu. Leikmenn Real Madrid á Spáni sendu einnig kveðju til leikmannsins í gær þar sem þeir hituðu upp í treyjum sem voru merktar honum.

Næsti deildarleikur Bolton er um næstu helgi gegn Blackburn. Og eru líkur á því að þeim leik verði einnig frestað.

Ef ekkert verður af bikarleiknum mun Tottenham leika í undanúrslitum gegn Chelsea á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×