Enski boltinn

Tiote: Ég þarf að taka mig á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiote fær hér að líta rauða spjaldið gegn Sunderland.
Tiote fær hér að líta rauða spjaldið gegn Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Cheick Tiote, leikmaður Newcastle, segir að hann ætli að reyna að taka sig á í agamálum en hann þykir harður í horn að taka á vellinum.

Tiote er nú að taka út leikbann heima fyrir vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Newcastle og Sunderland. Það var í annað skiptið sem hann fær rautt sem leikmaður Newcastle.

Hann hefur hins vegar fengið alls 29 áminningar síðan hann byrjaði að spila í röndótta búningnum.

„Stjórinn þarf ekki að ræða við mig um spjaldaferilinn minn," sagði hann við enska fjölmiðla. „Ég veit að ég hef fengið of mörg gul spjöld. Ég veit að ég þarf að passa mig betur."

„En svona er minn leikstíll og ég get ekki breytt honum. Ég ætla að passa mig betur svo ég fái ekki svona margar áminningar. Ég ætla þó ekki að breyta mínum leikstíl - heldur bæta mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×