Enski boltinn

Chelsea að kaupa ungan Brassa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wallace í leik með Fluminense.
Wallace í leik með Fluminense. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt fregnum í Brasilíu hefur Chelsea gengið frá samkomulagi við Fluminense um kaup á átján ára bakverði, Wallace, fyrir 5,5 milljónir evra.

Chelsea hefur þó ekki staðfest þetta en heimildir ESPN herma að samkomulagið muni vera í höfn.

Chelsea hefur átt 40 prósenta hlut af samningsrétti Wallace síðan 2010 en þá fór Deco til Fluminense án greiðslu.

Félagið mun nú hafa samþykkt að kaupa upp samning hann að fullu og er talið að tilkynnt verði um félagaskiptin þegar að tímabilinu lýkur í Brasilíu í næsta mánuði.

Wallace mun þó dvelja áfram hjá félaginu sem lánsmaður en áætlað er að hann komi til Englands næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×