Enski boltinn

Leikmenn Tottenham fóru í keppni um besta piparkökuhúsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nokkrir leikmenn Tottenham voru í jólaskapi á dögunum þeir ákváðu að taka þátt í keppni um besta piparkökuhúsið en okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson var þó hvergi sjáanlegur í þessari skemmtilegu keppni. Tottenham birti myndband með keppninni inn á Youtube-síðu félagsins.

Sigurliðið í keppninni var skipað þeim Michael Dawson, Brad Friedel og Carlo Cudicini og þeir enduðu síðan á þVí að fara á nálægt sjúkrahús þar sem þeir gáfu barnadeildinni piparkökuhúsið sitt.

Emmanuel Adebayor, Hugo Lloris og Clint Dempsey voru meðal þeirra leikmanna Tottenham sem þurftu að sætta sig við tap í þessari keppni en allir höfðu þó mjög gaman að. Það má sjá myndband af keppninni með því að smella hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×