Innlent

Möndlusölumenn kóróna jólastemninguna

BBI skrifar
Jólin hafa þegar lagt undir sig verslunarsvæðið í miðbænum með jólaþorpi, jólaskreytingum og jólaljósum o.fl. Til að kóróna jólastemninguna höfðu jólalegir sölumenn komið sér fyrir á Laugaveginum og seldu þar ristaðar möndlur á danska mátann.

Þó jólin hafi þegar haldið innreið sína í miðbæinn er ennþá rúm vika til jóla og því hefur fólk enn tækifæri til að versla síðustu jólagjafirnar, kaupa síðustu jólaskreytingarnar og smakka síðustu jólamöndlurnar áður en hátíðin gengur endanlega í garð með öllu tilheyrandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×