Fótbolti

Montreal hætt við Ballack og snýr sér að Seedorf

Seedorf með Zlatan.
Seedorf með Zlatan.
Montreal Impact, sem leikur í MLS-deildinni, segir litlar líkur á því að Þjóðverjinn Michael Ballack gangi til liðs við félagið. Montreal, sem er á sínu fyrsta ári í deildinni, reynir nú eftir fremsta megni að styrkja lið sitt.

„Við gerðum Michael samningstilboð. Við erum samt ekki alveg á sömu blaðsíðu í augnablikinu og því strönduðu samningaviðræðurnar," segir Nick De Santis að því er goal.com hefur eftir honum.

„Við vitum að hann er upptekinn hjá ESPN sjónvarpsstöðinni í aðdraganda Evrópumótsins. Við gáfum honum andrými vegna þess og sjáum hvað setur," segir De Santis en kanadíska liðið hefur verið orðað við fleiri stórstjörnur.

Meðal þeirra sem orðaður er við félagið er Hollendingurinn Clarence Seedorf.

„Ef báðir leikmenn vilja koma get ég þó fullyrt að við erum ekki í aðstöðu til að semja við báða," segir De Santis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×