Enski boltinn

Van der Vaart kann ekkert að halda tennisbolta á lofti

Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Spurs, er magnaður leikmaður en hann veit ekkert hvað á að gera þegar hann er með tennisbolta á fótunum.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðið fyrir skemmtilegri keppni í að halda tennisbolta á lofti. Taka bæði núverandi og fyrrverandi stjörnur þátt í keppninni.

Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, leiðir keppnina en hann náði 148. Van der Vaart situr aftur á móti á botninum með heila 14, takk fyrir.

Meira að segja gamla kempan Paul Merson náði 47.

Hægt er að sjá neyðarlega tilburði Van der Vaart með tennisboltann hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×