Aron Einar: Maður elskar ekkert Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson fagnar einu af mörkum sínum með Cardiff City á þessu tímabili sem er hans fyrsta í Wales. Nordic Photos / Getty Images Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í velska liðinu Cardiff City tryggðu sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins í síðustu viku með því að vinna Crystal Palace í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleik liðanna. Cardiff mætir Liverpool í úrslitaleiknum en Liverpool er sjóðheitt þessa dagana enda búið að slá bæði Manchester-liðin út úr bikarkeppnunum á fjórum dögum. Það er samt nóg í gangi hjá Cardiff-liðinu fram að úrslitaleiknum sem fer fram 26. febrúar. Mánuður í leikinn„Það verður gríðarlegt umtal um leikinn en við verðum að einbeita okkur að deildinni. Það er mánuður í þennan leik og við þurfum að koma okkur niður á jörðina og halda áfram að reyna að fá stig úr leikjum í deildinni. Það er það sem skiptir okkur mestu máli þessa stundina. Það er eitt stig í annað sætið og við eigum Southampton á þriðjudaginn (í kvöld)," segir Aron Einar. „Við erum hægt og sígandi að skríða upp töfluna og ef að það er einhvern tíma möguleiki fyrir Cardiff að fara upp í úrvalsdeildina þá er það núna. Við verðum bara að halda „kúlinu" og halda áfram að vinna fyrir hvor annan. Þá hef ég trú á því að við eigum eftir að gera góða hluti á þessu tímabili. Við eigum möguleika á að vinna bikarinn og komast upp en það er mikið eftir af tímabilinu og við verðum bara að halda áfram og gera vel og sjá svo til hvað gerist," segir Aron Einar. Skoraði næstum því sigurmarkiðCardiff hafði nokkra yfirburði á móti Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í síðustu viku en tókst ekki að skora sigurmarkið. „Ég var farinn að halda það að þetta yrði ekki okkar dagur en við kláruðum þetta í lokin sem var það sem skipti öllu máli," sagði Aron Einar, sem var nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum þegar hann skallaði í slá af stuttu færi í lok framlengingarinnar. „Ég hefði fagnað því marki eins og geðsjúklingur en boltinn vildi greinilega ekki inn og þetta átti greinilega að fara í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið sætt að geta klárað leikinn og sleppa við stressið í vítaspyrnukeppninni," segir Aron í léttum tón. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að vinna Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley eftir tæpar fjórar vikur. Er Manchester-maður„Ég er Manchester-maður þannig að maður elskar ekkert Liverpool. Þeir eru sterkir og við vitum það allir. Þetta var samt í rauninni óskamótherji úr hinum undanúrslitaleiknum. Manchester City er með gríðarlega sterkt lið og leikmenn hjá þeim hefðu verið komnir til baka úr Afríkumótinu, bæði Toure og bróðir hans. Ég reiknaði með því að Manchester City kæmist áfram af því að þeir eru með sterkara lið. Við erum aðeins sáttari með Liverpool þó að það sé þannig séð enginn óskamótherji," segir Aron Einar. „Við höfum engu að tapa og komum inn í þennan leik án nokkurs stress. Við mætum brosandi í þennan leik og sjáum síðan til hvað gerist. Þetta er gott fyrir Wales að hafa lið í bikarúrslitum. Það verður mikið talað um þetta og það verður mikil stemning í kringum þennan leik. Þetta verður erfiður leikur og við vitum hversu sterkir þeir eru. Það er mikil tilhlökkun í manni og ég get ekki beðið," segir Aron Einar.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira