Martin O'Neill, stjóri Sunderland, hefur verið iðinn við að styrkja vörn liðsins í dag en nú hefur félagið staðfest að félagið hafi fengið Grikkjann Sotirios Kyrgiakos, fyrrum leikmann Liverpool, að láni út tímabilið.
Kyrgiakos fór í sumar frá Liverpool og gekk í raðir Wolfsburg í Þýskalandi. Hann hefur hins vegar aðeins komið við sögu í sjö leikjum með liðinu á tímabilinu.
Fyrr í dag var gengið frá lánssamningi fyrir Wayne Bridge, bakvörð sem er á mála hjá Manchester City en lítið sem ekkert fengið að spila undanfarin misseri.
Martin O'Neill, stjóri Sunderland, segist ánægður með að hafa klófest Kyrgiakos. „Ég er viss um að hann hlakki til að takast á við þá áskorun að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina."
Kyrgiakos kominn til Sunderland
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
