Fótbolti

Drogba: Rétt skref að fara til Kína

Hinn 34 ára gamli Didier Drogba hefur staðfest að hann sé búinn að skrifa undir samning við kínverska félagið Shanghai Shenhua. Hann segir að þetta sé rétt skref hjá honum. Drogba skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við kínverska félagið.

"Ég er búinn að velta fyrir mér öllum þeim tilboðum sem ég hef fengið upp á síðkastið en það er rétt fyrir mig núna að fara til Kína," sagði Drogba sem var orðinn samningslaus hjá Chelsea.

"Ég bíð spenntur eftir nýrri áskorun. Að upplifa nýja menningu og umhverfi. Ég fór til Kína með Chelsea í fyrra og það var frábær upplifun. Ég mun hjálpa til við að kynna kínverskan fótbolta og stykja böndin á milli Kína og Afríku."

Það hefur eflaust ekki skemmt fyrir ákvörðuninni að Drogba fær greiddar himinháar fjárhæðir fyrir að koma til Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×