Enski boltinn

Liverpool baðst afsökunar á myndbandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur beðist afsökunar á birtingu myndbands á heimasíðu sinni sem sýndi stuðningsmann liðsins leika apa.

Eins og áður hefur verið fjallað um var 58 ára karlmaður handtekinn vegna atviksins sem átti sér stað í bikarleik Liverpool og Manchester United um helgina. Með tilburðum sínum þótti maðurinn verið með kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, varnarmann og fyrirliða Manchester United.

Myndir af þessu voru óvart með í myndbandi sem sett var í loftið á heimasíðu félagsins með samantekt úr leiknum. Var það tekið aftur úr birtingu eftir að málið komst upp.

Luis Suarez, varnarmaður Liverpool, var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Evra í leik liðanna fyrr í haust. Í upphafi mánaðarins var svo annar stuðningsmaður Liverpool handtekinn fyrir enn eitt kynþáttaníðsmálið en í þetta sinn var það varnarmaður Oldham sem fékk að kenna á því.


Tengdar fréttir

Leitað að stuðningsmanni sem líkti eftir apa á Anfield

Lögreglan í Liverpool leitar manns sem sýndi kynþáttafordóma á viðureign Liverpool og Manchester United á Anfield í gær. Á ljósmynd, sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima, virðist áhorfandinn líkja eftir apa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×