Fótbolti

Pelé: Maradona elskar mig

Hinu endalausa rifrildi á milli Diego Maradona og Pelé mun líklega aldrei ljúka. Þó svo þeir skiptist iðulega á skotum þá segir Pelé að þeir séu mestu mátar.

"Diego elskar mig. Við fíflumst alltaf mikið í hvor öðrum. Þetta er bara leikur hjá okkur. Okkar samband er frábært," sagði Pelé.

Báðir eru á því að þeir séu besti knattspyrnumaður heims frá upphafi og hafa þeir ósjaldan gert lítið úr hvor öðrum.

Ef eitthvað er að marka Pelé er það bara sýndarmennska og fíflaskapur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×