Stefni á að setja eitt með skalla Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. desember 2012 10:00 Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham ræðir málin við Gylfa Sigurðsson í leik á móti Liverpool á White Hart Lane sem fram fór á dögunum. Mynd/AFP Það verður nóg um að vera í enska boltanum um helgina líkt og vanalega. Á sunnudaginn er áhugaverður leikur þar sem Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínu gamla félagi þegar Swansea sækir Tottenham heim á White Hart Lane. Gylfi vonast til þess að fá tækifæri gegn Swansea og hann stefnir á að skora með skalla, sem hefur ekki verið hans sterkasta hlið. „Það verður sérstakt að mæta mínum gömlu félögum úr Swansea, ég hef upplifað þetta áður þegar ég lék gegn Reading. Það er alltaf gaman að mæta þeim sem maður hefur verið að æfa með áður," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær. Gylfi hefur verið að koma inn á sem varamaður í deildarleikjum Tottenham að undanförnu og hann býst ekki við miklum breytingum hjá Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra liðsins. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði í byrjunarliðinu eða ekki. Það má alveg gera ráð fyrir því að hann velji sama lið og hefur spilað vel að undanförnu." Gylfi átti skot í slá í leiknum gegn Everton um sl. helgi og þar var hann hársbreidd frá því að koma Tottenham í 2-0 á erfiðum útivelli. Everton náði að snúa taflinu sér í hag og landaði ótrúlegum sigri með tveimur mörkum á 88 sekúndum. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá boltann fara í markið en svona er fótboltinn. Það heppnast ekki allt sem maður reynir. Það hefði verið frábært fyrir liðið ef ég hefði skorað því þá hefði leikurinn nánast verið búinn. Það var gríðarlega svekkjandi að fá þessi tvö mörk á okkur á rétt rúmri mínútu og tapa leiknum." Gylfi er sáttur í herbúðum Tottenham og er ekki að ergja sig mikið á því að hann sé í hlutverki varamanns. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það yrði erfitt að festa sig í sessi í byrjunarliði Tottenham. Þetta er stór klúbbur með marga frábæra leikmenn og samkeppnin er gríðarlega hörð. Ég er ekkert að pirra mig á þessu og þetta er bara hluti af því að vera í sterku liði. Auðvitað vil ég spila sem mest en það eru margir leikir á tímabilinu og ég þarf að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Það er gríðarleg stemning sem fylgir leikjunum í desember í ensku úrvalsdeildinni. Og ég hlakka til að fá tækifæri til að taka þátt. Við sem erum í fótbolta viljum spila sem oftast og það eru skemmtilegar vikur fram undan. Fjölskyldan mín kemur yfir hátíðirnar og verður hér hjá mér í London," sagði Gylfi. Spyrnutækni Gylfa og skot hans eru vel þekkt stærð en Villas-Boas virðist hafa tröllatrú á íslenska landsliðsmanninum hvað varðar skallatækni hans í föstum leikatriðum. Gylfi hlær þegar hann inntur eftir því hvort hann sé loksins orðið öflugur skallamaður þar sem hann fær ekki taka hornspyrnur liðsins. „Ég þarf bara að setja einn í markið með skalla, og sýna styrkleika minn á því sviði," sagði Gylfi í léttum tón. „Ég er betri í því að taka hornspyrnurnar en það er áskorun að reyna að skora í teignum og það væri frábært að skalla boltann í markið gegn Swansea. Ég held ég hafi aðeins skorað tvisvar eða þrisvar með skalla á ferlinum. Ég stefni á að bæta einu við í leiknum á sunnudaginn," sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira
Það verður nóg um að vera í enska boltanum um helgina líkt og vanalega. Á sunnudaginn er áhugaverður leikur þar sem Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínu gamla félagi þegar Swansea sækir Tottenham heim á White Hart Lane. Gylfi vonast til þess að fá tækifæri gegn Swansea og hann stefnir á að skora með skalla, sem hefur ekki verið hans sterkasta hlið. „Það verður sérstakt að mæta mínum gömlu félögum úr Swansea, ég hef upplifað þetta áður þegar ég lék gegn Reading. Það er alltaf gaman að mæta þeim sem maður hefur verið að æfa með áður," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær. Gylfi hefur verið að koma inn á sem varamaður í deildarleikjum Tottenham að undanförnu og hann býst ekki við miklum breytingum hjá Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra liðsins. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði í byrjunarliðinu eða ekki. Það má alveg gera ráð fyrir því að hann velji sama lið og hefur spilað vel að undanförnu." Gylfi átti skot í slá í leiknum gegn Everton um sl. helgi og þar var hann hársbreidd frá því að koma Tottenham í 2-0 á erfiðum útivelli. Everton náði að snúa taflinu sér í hag og landaði ótrúlegum sigri með tveimur mörkum á 88 sekúndum. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá boltann fara í markið en svona er fótboltinn. Það heppnast ekki allt sem maður reynir. Það hefði verið frábært fyrir liðið ef ég hefði skorað því þá hefði leikurinn nánast verið búinn. Það var gríðarlega svekkjandi að fá þessi tvö mörk á okkur á rétt rúmri mínútu og tapa leiknum." Gylfi er sáttur í herbúðum Tottenham og er ekki að ergja sig mikið á því að hann sé í hlutverki varamanns. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það yrði erfitt að festa sig í sessi í byrjunarliði Tottenham. Þetta er stór klúbbur með marga frábæra leikmenn og samkeppnin er gríðarlega hörð. Ég er ekkert að pirra mig á þessu og þetta er bara hluti af því að vera í sterku liði. Auðvitað vil ég spila sem mest en það eru margir leikir á tímabilinu og ég þarf að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Það er gríðarleg stemning sem fylgir leikjunum í desember í ensku úrvalsdeildinni. Og ég hlakka til að fá tækifæri til að taka þátt. Við sem erum í fótbolta viljum spila sem oftast og það eru skemmtilegar vikur fram undan. Fjölskyldan mín kemur yfir hátíðirnar og verður hér hjá mér í London," sagði Gylfi. Spyrnutækni Gylfa og skot hans eru vel þekkt stærð en Villas-Boas virðist hafa tröllatrú á íslenska landsliðsmanninum hvað varðar skallatækni hans í föstum leikatriðum. Gylfi hlær þegar hann inntur eftir því hvort hann sé loksins orðið öflugur skallamaður þar sem hann fær ekki taka hornspyrnur liðsins. „Ég þarf bara að setja einn í markið með skalla, og sýna styrkleika minn á því sviði," sagði Gylfi í léttum tón. „Ég er betri í því að taka hornspyrnurnar en það er áskorun að reyna að skora í teignum og það væri frábært að skalla boltann í markið gegn Swansea. Ég held ég hafi aðeins skorað tvisvar eða þrisvar með skalla á ferlinum. Ég stefni á að bæta einu við í leiknum á sunnudaginn," sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira