Innlent

Rannsókn lýkur í dag

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger.
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger. Mynd úr safni
Rannsókn lögreglu á meintri nauðgun pars í lok nóvember á síðasta ári lýkur líklega í dag, samkvæmt upplýsingum frá Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar.

Í framhaldi af því verða rannsóknargögn send til ákærusviðs hjá lögreglunni sem mun skoða málið í nokkra daga, og annað hvort senda það til ríkissaksóknara eða benda lögreglu á að rannsaka það betur.

Um er að ræða kæru á hendur Agli „Gillz" Einarssyni og kærustu hans. Átján ára stúlka kærði parið í byrjun desember fyrir að hafa nauðgað sér á heimili þeirra í Kópavogi eftir gleðskap í miðborg Reykjavíkur.

Eftir að rannsókn lögreglu er lokið verður málið að öllum líkindum sent til ríkissaksóknara sem fer yfir það og mun annað hvort gefa ákæru í málinu eða fella það niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×