Vopnahlé á fórnarhátíð gæti skipt sköpum 18. október 2012 11:00 Sýrlensk kona gengur fram hjá bifreið sem eyðilagðist í sprengjuárás. nordicphotos/AFP Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi, skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga meðan fórnarhátíð múslima er haldin síðar í þessum mánuði. „Sýrlendingar eru að grafa hundruð manna á hverjum degi, þannig að ef þeir grafa færra fólk þá daga sem hátíðin stendur yfir, þá gæti það orðið upphafið að því að Sýrland snúi aftur frá því hættulega ástandi sem landið er enn að sökkva æ dýpra í,“ sagði Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi. Hann skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga frá og með 26. október þegar fórnarhátíð múslíma hefst. Brahimi skorar á sýrlensku stjórnina að taka fyrsta skrefið, því uppreisnarmenn hafi heitið því að virða vopnahléið ef stjórnarherinn leggur niður vopn. Brahimi segist reyndar ekki gera sér miklar vonir. Hann hafi enga ákveðna friðaráætlun sambærilega því sem forveri hans, Kofi Annan, reyndi að fá uppreisnarherinn og stjórnarherinn til að vinna eftir. Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn hafa áður undirritað vopnahléssamkomulag, en síðan ekki virt slíkt samkomulag þegar á reyndi. Jafnvel hugmyndin um þetta fjögurra daga vopnahlé virðist andvana fædd, því Sýrlandsstjórn virtist hafna henni áður en Brahimi tók til máls. „Annars vegar eru fulltrúar ríkisins, stjórnin og stjórnarherinn, en hver er hins vegar?“ var spurt í leiðara ríkisdagblaðsins Al-Thawra. Uppreisnarsveitirnar eru í reynd sundraðar. Þær hafa engan sameiginlegan leiðtoga, eru oft á öndverðum meiði og talast sumar ekki við. Stjórnvöld í Tyrklandi, Sádi-Arabíu og Katar hafa sýnt málstað uppreisnarmanna samúð og eru talin hafa veitt þeim aðstoð við að vígbúast og jafnvel útvegað þeim vopn. Íran og Rússland styðja hins vegar Sýrlandsstjórn og hafa útvegað stjórnarhernum fullkominn vopnabúnað. „Þessi lönd verða að átta sig á því,“ sagði Brahimi, „að þetta ástand helst ekki innan landamæra Sýrlands til eilífðar.“ Borgarastríðið í Sýrlandi hefur að öllum líkindum kostað meira en 33 þúsund manns lífið. Meira en milljón manns hefur hrakist á flótta og er á vergangi innanlands, auk þess sem hundruð þúsunda hafa flúið yfir landamærin til nágrannalandanna. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi, skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga meðan fórnarhátíð múslima er haldin síðar í þessum mánuði. „Sýrlendingar eru að grafa hundruð manna á hverjum degi, þannig að ef þeir grafa færra fólk þá daga sem hátíðin stendur yfir, þá gæti það orðið upphafið að því að Sýrland snúi aftur frá því hættulega ástandi sem landið er enn að sökkva æ dýpra í,“ sagði Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi. Hann skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga frá og með 26. október þegar fórnarhátíð múslíma hefst. Brahimi skorar á sýrlensku stjórnina að taka fyrsta skrefið, því uppreisnarmenn hafi heitið því að virða vopnahléið ef stjórnarherinn leggur niður vopn. Brahimi segist reyndar ekki gera sér miklar vonir. Hann hafi enga ákveðna friðaráætlun sambærilega því sem forveri hans, Kofi Annan, reyndi að fá uppreisnarherinn og stjórnarherinn til að vinna eftir. Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn hafa áður undirritað vopnahléssamkomulag, en síðan ekki virt slíkt samkomulag þegar á reyndi. Jafnvel hugmyndin um þetta fjögurra daga vopnahlé virðist andvana fædd, því Sýrlandsstjórn virtist hafna henni áður en Brahimi tók til máls. „Annars vegar eru fulltrúar ríkisins, stjórnin og stjórnarherinn, en hver er hins vegar?“ var spurt í leiðara ríkisdagblaðsins Al-Thawra. Uppreisnarsveitirnar eru í reynd sundraðar. Þær hafa engan sameiginlegan leiðtoga, eru oft á öndverðum meiði og talast sumar ekki við. Stjórnvöld í Tyrklandi, Sádi-Arabíu og Katar hafa sýnt málstað uppreisnarmanna samúð og eru talin hafa veitt þeim aðstoð við að vígbúast og jafnvel útvegað þeim vopn. Íran og Rússland styðja hins vegar Sýrlandsstjórn og hafa útvegað stjórnarhernum fullkominn vopnabúnað. „Þessi lönd verða að átta sig á því,“ sagði Brahimi, „að þetta ástand helst ekki innan landamæra Sýrlands til eilífðar.“ Borgarastríðið í Sýrlandi hefur að öllum líkindum kostað meira en 33 þúsund manns lífið. Meira en milljón manns hefur hrakist á flótta og er á vergangi innanlands, auk þess sem hundruð þúsunda hafa flúið yfir landamærin til nágrannalandanna. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira